Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
8.2.2010 | 11:47
Vill VG nýjan Icesave samning?
Ríkisstjórnin lætur í veðri vaka, að beðið sé tillagna íslenskra sérfræðinga um erlenda sérfræðinga, sem yrðu til aðstoðar við nýja samningagerð um Icesave, ef Bretar og Hollendingar muni fallast á að setjast að samningaborði að nýju og dregur stjórnarandstöðuna á fund eftir fund, til þess að ræða um daginn og veginn, því ekki kemur neitt nýtt fram í því máli, sem menn þykjast vera að ræða um.
Ekki er víst, að málið snúist eingöngu um, hvort Bretar og Hollendingar vilji setjast að samningaborði að nýju, eða ekki. Stærsta spurningin er nefninlega hvort VG vilji yfirleitt, að samningarnir verði teknir upp, því með því væri viðurkennt, að Svavars- og Steingrímssamningurinn væri versti samningur fjármálasögunnar, enda var um hreinan uppgjafarsamning að ræða, sem ríkisstjórnin hefur barist fyrir með kjaft og klóm, fram að þessu.
Hver mun gæta hagsmuna Breta og Hollendinga við nýja samningsgerð, ef Svavar Gestsson kemur þar hvergi nærri og jafnvel ekki einu sinni Indriði H.?
![]() |
Flokksleiðtogar á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2010 | 10:01
Hvert starf er gulls ígildi
Þær fáu fréttir sem berast af fjölgun starfa hjá fyrirtækjum landsins eru mikil gleðitíðindi, því aldrei verður komist upp úr kreppunni, nema með því eina móti, að renna styrkum stoðum undir atvinnulífið og fjölga störfum, þ.e. í framleiðslustörfum en ekki opinberri þjónustu.
Stækkun lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði og framleiðsluaukning um a.m.k. 50% er virkilega ánægjuleg, enda meirihluti framleiðslunnar fluttur út og skapar því gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.
þessi lífsneisti í atvinnuuppbyggingu verður að veruleika, þrátt fyrir að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir fjölgun starfa í landinu og allar tilraunir til að byggja upp ný atvinnufyrirtæki.
Vonandi fer einhver skilningur að vakna í höfðum stjórnarflokkanna, á því hvað til þarf til að koma þjóðfélaginu af stað upp úr kreppunni. Það er ekki líðandi að ríkisstjórn landsins stuðli að dýpkun og lengingu kreppunnar frá því sem þyrfti að vera.
Atvinnulífið er undirstaða heimilanna í landinu og heimilin undirstaða samfélagsins.
Þessar undirstöður þrífast ekki án hvorrar annarrar.
![]() |
50 ný störf hjá Actavis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2010 | 08:39
Spilavíti er ágæt viðbót við ferðaflóruna
Icelandair vill opna spilavíti í Hótel Nordica og koma þannig fjárhættuspili upp á yfirborðið og undir strangt eftirlit og er sú hugmynd allra góðra gjalda verð. Í öllum helstu borgum eru rekin spilavíti, sem laða að sér fjársterka ferðamenn ásamt innlendum spilurum.
Yfirleitt er aðgangur að spilavítum bannaður fólki innan tuttuguogeins árs og a.m.k. sumstaðar krafist að vegabréfi sé framvísað við innganginn og fólki alls ekki hleypt inn fyrir dyr, án þess.
Aldrei er hægt að koma í veg fyrir, að einhverjir spili frá sér ráð og rænu á slíkum stöðum, en það eru undantekningar og ættu ekki að koma í veg fyrir slíkan rekstur. Skattar eru háir á spilavítum og því drjúg tekjulind fyrir sítóma ríkissjóði.
Opnun spilavítis yrði góð viðbót við ferðaflóruna og til styrktar fyrir afþreyingarferðamennskuna.
![]() |
Vilja reka spilavíti á Hótel Nordica |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2010 | 05:16
Allir dauðþreyttir
Samkvæmt heimildum Moggans er Samfylkingin orðin þreytt á því, að VG skuli standa gegn öllum framkvæmdum í landinu og hafi þess vegna reynt að fá Framsókn til að koma inn í ríkisstjórnina til að styrkja hana.
Hvernig Samfylkingarmenn hafa hugsað sér, að það yrði til að styrkja ríkisstjórnina, að bæta viðbótarflokki í samkrullið í andstöðu við VG og hvernig það ætti að verða til þess að efla framkvæmdagleði þeirra, er nokkuð erfitt að skilja.
Ef heimildirnar eru réttar, sem allt bendir til, er ríkisstjórnin komin á sína síðustu daga, því erfitt er að sjá, að VG geti sætt sig við svona baktjaldamakk Samfylkingarinnar og að stjórnarsamstarfið geti haldið áfram, þegar heilindi milli manna eru ekki meiri en þetta.
Eftir aðeins eins árs stjórnarsamstarf, er ríkisstjórnin orðin dauðþreytt á sjálfri sér og ekki er þreyta þjóðarinnar minni með þessa úthalds- og verklausu ríkisstjórn.
![]() |
Biðla til Framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.2.2010 | 21:00
Þarfnast ekki mikilla breytinga
Lag Örlygs og Heru, sem sigraði í undankeppni Eurovision, þarfnast ekki mikilla breytinga, þó Hera segi að einhverjar slíkar verði gerðar.
Lagið er borið uppi af söng Heru og það verður hennar frammistaða, fyrst og fremst, sem kemur til með að ráða úrslitum í Ósló, í hvaða sæti lagið lendir.
Enginn veit fyrirfram, hvað gengur best í almenning um alla Evrópu á hverjum tíma. Þar ræður mismunandi tónlistarsmekkur miklu, því Austur-Evrópuþjóðum tíkar best við alls ólíka tónlist en Vestur-Evrópubúum.
Einstaka sinnum kemur þó fram lag, sem grípur alla og þar á framkoma viðkomandi listamanns oft stóran hlut.
Í maí mun frammistaða Heru verða það sem máli skiptir.
![]() |
Gerum pottþétt breytingar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 14:21
Icesave var gagnsókn gegn lánsfjárskorti
Þegar Landsbankinn opnaði Icesave í Bretlandi árið 2006 var það gert til að bregðast við því, að bankinn fékk ekki lengur lán í þeim mæli, sem hann þurfti, til þess að fjármagna lausafjárstöðu sína. Strax þá hefðu viðvörunarbjöllur átt að hringja, en þvert á móti var þessi "tæra snilld" verðlaunuð sem besta viðskiptahugmynd ársins.
Sama var uppi á teningunum í apríl 2008, þegar Icesave var opnað í Hollandi. Þá var algerlega orðið lokað fyrir alla lánamöguleika íslenska bankakerfisins erlendis frá og viðbrögð Landsbankans voru þau, að endurtaka "snilldina" í Hollandi.
Strax árið 2006 hefði átt að bregðast við þessu, en þá var ekki ennþá byrjað að renna af mönnum, eftir lánafyllirí undanfarinna ára og í stað þess að draga saman, var tappinn tekinn úr að nýju á árinu 2007 og þá var ekki hætt, fyrr en heimurinn dó "lánafylleríisdauða". Þá tóku timburmennirnir við og Icesave í Hollandi var t.d. opnað í þynnkukastinu sem fylgdi.
Ábyrgðin á Icesave er auðvitað fyrst og fremst Landsbankans, en eftirlitsstofnanir hefðu átt að sjá í hvað stefndi, a.m.k. á áeinu 2008.
Af þessum margþættu mistökum, súpa Íslendingar nú seyðið. Aðrar þjóðir glíma við svipuð vandamál vegna sinna bankakerfa.
Banka- og lánasukkið mun ekki endurtaka sig á næstunni, en svo mun þetta sjálfsagt fara í sama farið, að hæfilegum tíma liðnum.
![]() |
Vanræksla hollenska seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2010 | 12:57
Það er vel hægt að vinna Kýpur
Riðill Íslendinga í undankeppni EM árið 2012 er skipaður liðum, sem erfitt verður að vinna, miðað við fyrri reynslu. Landsliðið hefur oft sett sér háleit markmið á stórmótum, en því hærra sem markið hefur verið sett, því ver hefur gengið.
Öfugt við landsliðið í handbolta, hefur fótboltaliðið yfirleitt verið þjakað af minnimáttarkennd gagnvart liðum stórþjóða, enda hefur árangurinn verið eftir því. Landslið kvenna í fótbolta hefur haft mun meiri andlegan styrk en karlaliðið, enda gengið mun betur á móti stórum þjóðum.
Miðað við söguna mun liðið ekki vinna Portúgal, Noreg og Danmörku, en baráttan mun snúast um að tapa með sem minnstum mun.
Með þrotlausum æfingum fram að EM, er góður möguleiki á því, að vinna Kýpur, a.m.k. á heimavelli.
![]() |
Mæta Norðurlöndum og Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2010 | 22:07
Til hamingju Hera Björk og Örlygur Smári
Hera Björk er án vafa ein af bestu söngkonum landsins um þessar mundir, eins og hún sýndi og sannaði með söng sínum í lagi Örlygs Smára í undankeppni Eurovision í kvöld.
Sex lög kepptu til úrslita og aldei þessu vant voru öll lögin vel frambærileg og hefðu sómt sér vel, hvert og eitt, sem fulltrúi landsins í lokakeppninni í Osló.
Spennandi verður að fylgjast með Heru Björk í lokakeppninni og þar mun hún verða landi og þjóð til sóma, þó ómögulegt sé að spá um gang lagsins þar, enda ekkert farið að heyrast af lögum annarra landa.´
Til hamingju Hera og Örlygur og til hamingju Íslendingar með Heru og Örlyg.
![]() |
Hera Björk fulltrúi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2010 | 19:45
Um hvað var samið við norðurlöndin?
Ríkisstjórnin þykist aldrei skilja, hvers vegna lánin sem samið var um frá norðurlöndunum skuli ekki skila sér. Jón Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri og ráðherra, fékk drjúga þóknun fyrir að ganga frá þessum lánssamningum, sem enginn virðist botna í.
AGS heldur því fram, að hann geti ekki afgreitt endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og sjóðsins, vegna þess að norðurlöndin vilji ekki afgreiða lánin, en norðurlöndin segjast ekki borga út lánsupphæðina, fyrr en sjóðurinn er búinn að endurskoða áætlunina. Svo kennir hvor aðili hinum um að tengja afgreiðslurnari við Icesave.
Savarssamningurinn er versti samningur um fjármálaleg málefni, sem um getur, en lánssamningur Jóns Sigurðssonar hlýtur að komast ofarlega á það blað.
Að enginn skuli botna í samningi sem fyrrverandi bankastjóri og ráðherra skrifar undir, er með ólíkindum.
Um hvað var samið við norðurlöndin? Eru þau að standa við undirritaða samninga, eða ekki?
Skýringar óskast.
![]() |
AGS vill ekki tengja Icesave við lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 18:02
Hvar voru sérfræðingarnir fyrir ári síðan?
Samstaða virðist vera milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að fá álit erlendra sérfræðinga í alþjóðalögum og samningum milli ríkja, á þeim tillögum, sem farið hafa á milli manna á samráðsfundum allra flokka, að undanförnu.
Þetta er góðs viti, ef stjórnarflokkarnir verða tilbúnir til þess að éta ofan í sig Svavarssamninginn, sem líklega er versti samningur, sem gerður hefur verið í allri fjármálasögunni. Hingað til hefur stjórnin barist fyrir þessum samningi með kjafti og klóm, gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar, en í þágu skattaþrælkunar Íslendinga fyrir Breta og Hollendinga.
Eftir sem áður lifir sú spurning, hvers vegna ekki var leitað til slíkra sérfræðinga fyrir heilu ári síðan.
Hefði það verið gert, er líklegt að einhver tiltrú hefði fengist á að vitglóra væri í samningnum.
Það hefur engum dottið í hug varðandi Svavarssamninginn.
![]() |
Beðið svara að utan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)