Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
14.9.2009 | 14:54
Fáráðlegar röksemdir
Það eru nokkuð skringilegar röksemdir, að Jóh Magnússon, lögmaður, eða hvaða einstaklingur annar, skuli teljast vanhæfur í embætti saksóknara, út á það eitt, að hafa lýst skoðunum sínum á mönnum og málefnum opinberlega. Á blogginu hefur Jón Magnússon ávallt verið málefnalegur og sagt skoðanir sínar, án þess að lýsa sök á menn, en eingöngu sagt sína skoðun, tiltölulega umbúðalaust.
Hvenær eru menn búnir að segja of mikið til að verða vanhæfir í sakamáli. Um leið og saksóknari tekur mál til rannsóknar, er hann þá ekki um leið búinn að gefa upp þá skoðun sína, að hann telji að þeir, sem rannsóknin beinist að, séu líklega sekir um glæp. Að ekki sé talað um, þegar hann stefnir viðkomandi fyrir dóm og ákærir þá um tiltekna glæpi, þá hlýtur hann að gera það, vegna þess að hann sé á þeirri skoðun, að viðkomandi séu glæpamenn.
Varla verður saksóknari vanhæfur í málinu, þrátt fyrir svo afdráttarlausa yfirlýsingu á skoðun sinni, þvert á móti reynir hann að sannfæra dómarann um að þetta álit sitt á sakborningunum sé rétt. Verjendur reyna síðan að leiða fram rök, sem eiga afsanna þessa skoðun saksóknarans.
Það er alveg fáráðlegt að dæma menn vanhæfa til embættis vegna þátttöku þeirra í almennri þjóðfélagsumræðu.
Enda er þetta fyrirsláttur í þessu tilfelli. Þarna ráða stjórnmálaskoðanir Jóns, en málamyndaástæður fundnar til þess að hafna honum.
Jón dregur umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2009 | 11:46
Róttækar ráðstafanir á 10 dögum?
Ríkisstjórnin hefur setið við völd frá því í byrjun Febrúar og hefur ekki ennþá komið fram með ásættanlegar tillögur til úrbóta vegna lánavanda heimilanna í landinu, en boðar nú að róttækar aðgerðir verði kynntar þann 24. september, eða eftir 10 daga.
Þessar róttæku ráðstafanir eiga ekki að kosta ríkissjóð neitt, en ekkert kemur fram frá ráðherrunum annað en að málin séu ennþá í skoðun og nokkrar leiðir komi til greina. Það verður að teljast vel að verki staðið, hjá ríkisstjórninni, ef hún getur fundið leiðir, sem allir verða sáttir við á þessum tíu dögum, leiðir sem hún hefur ekki fundið á síðustu átta mánuðum.
Í fréttinni segir: "Heimildir innan stjórnarheimilisins herma hins vegar að allar hugmyndir séu ræddar á þeirri forsendu, að þær leiði ekki til meiri útgjalda fyrir ríkissjóð. Gylfi segir mikilvægt að nýjar aðgerðir tryggi betur jafnræði milli heimila og gangi yfir alla sem einn, óháð því hvar þeir tóku lán. Svo efnahagsreikningur hverrar lánastofnunar ráði því ekki hvaða úrræði hver fjölskylda fær.
Það er sem sagt verið að ræða fjölda hugmynda, sem ekkert eiga að kosta og eiga að tryggja jafnræði milli heimila og lánastofnanirnar eiga ekki að ráða hvaða úrræði hver fær.
Líklegasta niðurstaðan verður líklega sú, að ekki finnist niðurstaða, frekar en áður.
Róttækari aðgerðir til handa heimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 09:48
Stuðningur við börn í Jemen
Í Jemen er mikil almenn fátækt og landið harðbýlt og þar er ekki mikið um ræktanlegt land, þó ótrúlegt sé í raun og veru hvernig landsmönnum þó tekst til í þeim efnum, þar sem landið er að stórum hluta eyðimerkur og fjalllendi.
Þrátt fyrir harðbýlið og fátæktina er fólkið brosmilt og elskulegt og lítil hætta á ferðum fyrir útlendinga sem ferðast til landsins. Ferðaiðnaður er þó ekki sérstaklega þróaður, enda landið tiltölulega úr alfaraleið og Jemen fátækasta arabaríkið.
Jóhanna Kristjónsdóttir hefur frá árinu 2004 staðið fyrir stuðningi við menntun jemenskra barna, aðallega stúlkna, enda situr menntun þeirra á hakanum, ef sonur er í fjölskyldu og ekki efni til að senda öll börn í skóla. Jemenskar fjölskyldur eru oft barnmargar, en mjög algengt er að ekki séu efni til að senda börnin í skóla og yfirleitt eru drengirnir látnir ganga fyrir menntun.
Stuðnigsnet Jóhönnu við menntun barna í Jemen skiptir sjálfsagt ekki sköpum um menntunarstig landsins, en það skiptir sköpum um framtíð þeirra barna, aðallega stúlkna, sem aðstoðarinnar njóta og myndu þau alls ekki fá neina menntun, ef þessa stuðnings nyti ekki við.
Allar upplýsingar um félagsskap Jóhönnu má fá hérna
12 ára lést við fæðingu barns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 17:27
Kolvitlaus fyrirsögn
Fyrirsögnin á þessari frétt er alveg arfavitlaus, þar sem Eva Joly var hreint ekki að lýsa íslenska bankahruninu við svikamyllu Bernards Madoffs í Bandaríkjunum, en fyrir sinn þjófnað fékk hann 150 ára fangelsisdóm.
Það sem Joly sagði, var að það sem væri líkt með þessum málum, væri að eftirlitsstofnanir hefðu brugðist í báðum löndunum, sem sagt Fjármálaeftirlitin hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún sagði jafnframt að Seðlabankinn hefði verið búinn að vara við því, þegar á árinu 2007 að hann gæti ekki komið bönkunum til aðstoðar ef illa færi, en Fjármálaeftirlitið og stjórnvöld hefðu ekki brugðist við þeim aðvörunum. Sama gerðist í máli Maddoffs, því eftirlitsstofnanir þar brugðust ekki við vísbendingum um svikamyllu hans.
Starfsemi íslensku banka- og útrásarmógúlanna var nógu glæfraleg, að ekki sé sagt glæpsamleg, þó ekki sé þeirri starfsemi beinlínis líkt við svikamyllu Maddoffs, sem var af allt öðrum toga.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa, að mbl.is og aðrir fjölmiðlar, fari rétt með það sem viðmælendur þeirra segja og rangtúlki ekki viljandi, það sem þeir endurprenta úr öðrum fjölmiðlum.
Bankahrun líkist máli Madoffs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2009 | 18:57
Gömul lumma og mygluð
Þegar nóg ætti að vera til að fjalla um í fréttum, er dregin upp tveggja ára göámul kjaftasaga og birt í fjölmiðlum, ein og um einhvern sannleika sé að ræða, en auðvitað eru engar sannanir fyrir þeim ásökunum sem fram koma í kjaftasögunni.
Að fjölmiðlar, sem vilja' ð láta taka sig alvarlega, skuli birta aðra eins vitleysu og þetta, er þeim til háborinnar skammar og að mbl.is skuli taka upp þetta ómerkilega kjaftæði, sem DV hefur ekki séð ástæðu til að blása út, er alveg með ólíkindum.
Nóg ætti að vera til af raunverulegu efni um banka- og útrásarmógúla, þótt ekki séu eltar uppi hvaða kjafta- og rógsögur, sem fólki dettur í hug að spinna upp um þessa menn.
Ef til vill koma sögur um eitthvað sem einhver taldi líklegt að einhver hefði gert einhverntíma.
Anna Kristine var þjófkennd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 19:05
Færeyingar eru vinir í raun
Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2009 | 14:51
Hver greiði fyrir sig
Tóbaksvarnarþing Læknafélags Íslands hefur reiknað það út að pakkinn af sígarettum þyrfti að fara í þrjúþúsund krónur, til þess að reykingamenn greiddu sjálfir allan samfélagslegan kostnað, sem af reykingunum leiða. Ekki skal þessi útreikningur dreginn í efa, þótt ekkert komi fram um það, hvernig þetta sé reiknað út, en væntanlega eru laun lækna og annarra heilbrigðisstétta stór liður í þessum kostnaði.
Með sömu rökum ættu bílstjórar að greiða sjálfir fyrir allan kostnað sem samfélagið hefur af akstri þeirra og þeim slysum, sem þeir valda með gáleysislegum akstri. Allir sem drekka áfengi eiga þá auðvitað að greiða allan "samfélagslegan kosnað" sem þeir valda með fíkn sinni og drykkju, en allir vita að meirihluti allra manndrápa og annarra líkamsmeiðinga, eru af völdum fólks, sem er undir áhrifum áfengis, eða annarra vímuefna. Hver sá, sem veldur einhverjum "samfélagslegum kostnaði" á samkvæmt þessari kenningu, að bera persónulega ábyrgð á þeim kostnaði og greiða hann úr eigin vasa.
Fréttinni lýkur svona: "Á Tóbaksvarnarþingi kom fram það sjónarmið að eðlilegt væri að þeir sem reyktu sæju sjálfir um að greiða þann kostnað sem væri af fíkn þeirra."
Á þennan veg álykta hámenntaðir læknar, sem hafa stundað langt og strangt háskólanám, sem hefur í för með sér mikinn "samfélagslegan kostnað".
Skyldu þeir hafa greitt þann kostnað allan úr eigin vasa?
Pakkinn þyrfti að fara í 3000 kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.9.2009 | 10:08
Frábær frétt
Nú hefur Norðurál gengið frá samningum við erlenda banka um umsjón með fjármögnun á byggingu álversins í Helguvík. Þetta er stórfrétt, á þessum síðustu og verstu tímum, og nánast sú fyrsta jákvæða, síðan hrunið mikla varð fyrir ellefu mánuðum.
Í stöðugleikasáttmálanum lofaði ríkisstjórnin að flækjast ekki fyrir slíkri uppbyggingu eftir 1. nóvember næstkomandi og er það afar athyglisvert, að aðilar atvinnulífsins skuli þurfa að pína slíkt skriflegt loforð út úr nokkurri ríkisstjórn.
Nú þarf að setja virkjanamál á fulla ferð til þess að anna orkuþörfinni fyrir álverið í Helguvík og síðan þarf að leggja áherslu á að ná samningum um nýtt álver á Bakka við Húsavík. Verður að gera þá lágmarkskröfu til ríkisstjórnarinnar, að hún hætti að flækjast fyrir því máli.
Þjóðin þarf að fá meira af svona fréttum, því ekki munu koma neinar sérstakar gleðifréttir um framkvæmdagleði ríkisstjórninni á næstu mánuðum.
Þaðan munu aðeins berast fréttir af frekari skattpíningu einstaklinga og atvinnulífs.
Samið um fjármögnun álvers í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.9.2009 | 09:23
Fram, fram, fylking
Ellefu mánuðum eftir bankahrunið er loksins farið að funda með erlendum rannsóknaraðilum um samstarf vegna rannsókna á þeim lögbrotum, sem framin voru af banka- og útrásarmógúlunum, líklega allan þann tíma, sem þessir menn stunduðu sín "viðskipti".
Það sérkennilega er, a.m.k. í þessu tilfelli, að það er erlendi aðilinn, sem óskar eftir samstarfinu, eða eins og segir í fréttinni: "Tilgangur fundarins er m.a. að kanna grundvöll fyrir gagnkvæma aðstoð milli embættanna við rannsókn á efnahagsbrotum, en það var SFO sem óskaði eftir samstarfi við embætti sérstaks saksóknara.
Serious Fraud Office er sjálfstæð ríkisstofnun sem rannskar aðeins meiriháttar efnahagsbrot þar sem tugir milljóna punda eru í húfi. Stofnunin hefur haft föllnu bankana þrjá, Landsbankann, Kaupþing og Glitni til athugunar frá því í haust, en þeir voru allir með starfsemi í Bretlandi."
Í báðum löndum virðist samskiptaleysið algert, því fram kemur að SFO hefur verið með bankana þrjá til skoðunar síðan s.l. haust og sérstakur saksóknari tók til starfa 1. febrúar og embættin eru fyrst núna að ná saman um rannsóknirnar.
Vonandi verður þetta samstarf til að herða á rannsóknunum og flýta þeim, því almenningur er orðinn óþreyjufullur að fara að sjá einhverjar ákærur í þessum málum.
Sérstakur saksóknari og Joly funda með SFO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 22:18
Eðlileg endurskipulagning
Þegar kreppir að í þjóðfélaginu er eðlilegt að endurskoða og endurskipuleggja allan rekstur með aukinn sparnað og hagkvæmni í huga.
Þetta á jafnt við í rekstri fyrirtækja, sem í rekstri félaga og stjórnmálasamtaka. Endurskipulagning á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins er því ofur eðlileg á þessum tímum og sé hægt að spara í mannahaldi er það eingöngu af hinu góða.
Alltaf eru einhverjir sem þurfa að reyna að gera slíkt tortryggilegt og skálda upp hinar ótrúlegustu samsæriskenningar um ástæðurnar, sem auðvitað eru eingöngu í hagræðingarskyni.
Einn bloggarinn reyndi að gefa í skyn að þetta væri hið grunsamlegasta mál, þar sem það hefði ekki verið rætt í þaula í stofnunum flokksins og á landsfundi. Þetta er eins vitlaust og hugsast getur, því rekstur flokksskrifstofunnar er ekki svo þunglamalegur, að hann jafnist á við rekstur ríkisstofnana, þar sem enginn getur tekið ákvarðanir, eða hefur líklega ekki heldur áhuga á að taka ákvarðanir, allra síst ef þær snúast um sparnað í rekstri.
Framkvæmdastjóri flokksins rekur skrifstofuna á eins hagkvæman hátt og honum er unnt, án þess að þurfa að bera sínar ákvarðanir undir aðra, þó hann vinni auðvitað náið með formanni flokksins.
Starfsmönnum í Valhöll sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)