Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Alţjóđlega samvinnu um rannsókn

Serious Fraud Office, breska rannsóknarembćttiđ um alvarleg svik, hefur nú hafiđ sjálfstćđa rannsókn á íslensku bönkunum og ţá vćntanlega ađallega á starfsemi ţeirra í Bretlandi.  Fram kemur í fréttinni, ađ rannsóknin hafi hafist fyrir nokkrum mánuđum, en verđi nú stórefld, eftir lekann úr lánabók Kaupţings.  Á Íslandi virđist eiga ađ leggja áherslu á ađ finna út, hver lak upplýsingunum, en minni áhugi sé á, ađ rannsaka upplýsingarnar sjálfar.  Vonandi hefur ţó lánabókin veriđ til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara undanfarna mánuđi, ţó engar upplýsingar fáist um ţađ, frekar en annađ, sem til skođunar er ţar og hjá Fjármálaeftirlitinu.

Í fréttinni kemur fram ađ Sérstakur saksóknari hafi fyrst frétt af bresku rannsókninni í fjölmiđlum og ekki hafi veriđ haft samband viđ hans embćtti vegna hennar.  Athyglisvert er, ef íslensku rannsóknarembćttin hafa ekki sett sig í samband viđ allar hugsanlegar stofnanir í heiminum, sem mögulega gćtu ađstođađ viđ rannsókn á einu stćrsta fjárglćframáli veraldarsögunnar.

Ţađ hlýtur ađ vera lágmarkskrafa, ađ allar rannsóknar- og leyniţjónustustofnanir, sem mögulegt er ađ geti ađstođađ og aflađ upplýsinga um fjölţjóđlegan köngulóarvef íslenskra fjárglćframanna, verđi nýttar í ţessu skini.

Hafi ţađ ekki ţegar veriđ gert, er ekki eftir neinu ađ bíđa lengur.

 


mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband