Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Áhætturstýring Kaupþings

Þrír doktorar í verkfræði sem störfuðu við áhættustýringu, aðstoðaframkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðssviðs og forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings eru allir að hætta á sama tíma.

Halda hefði mátt að öll þessi störf hefðu lagst niður sjálfkrafa við fall bankans, því ekki verður séð að áhættustýringin hafi verið mjög árangursrík og verðbréfamiðlunin ekki traustvekjandi.  Allir þessir menn eru hámenntaðið, þannig að ekki stóð menntunarskortur bankanum fyrir þrifum.  Fram kemur að allir þessir menn hafi starfað alllengi hjá bankanum, þannig að gera hefði mátt ráð fyrir að áhættustýringardeildin hefði átt að sjá erfiðleikana á fjármálamarkaði fyrir, eða a.m.k. getað sett fram viðbragðsáætlun strax í ársbyrjun 2006, þegar bankakreppan hin fyrri dundi á íslensku bönkunum.  Þá var hins vegar sagt að allt væri í himnalagi og íslenskir bankar stæðu traustum fótum.  Meira að segja var sagt á árinu 2008 að bankarnir væru búnir að tryggja lausafjárstöðu sína út árið 2009, jafnvel þó allar bankalínur myndu lokast.  Nokkrum mánuðum síðar féllu allir bankarnir vegna lausafjárskorts.

Menntun er greinilega ekki það sama og kunnátta.


mbl.is Fjöldaflótti frá Kaupþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband