Hvað tefur hérlendis?

Lögreglan í Króatíu hefur handtekið bankastjóra og sex forsvarsmenn fyrirtækja, vegna lána sem ekki voru fullnægjandi veð fyrir.  Í fréttinni segir: 

"Bankastjórinn fyrrverandi er sakaður um að hafa veitt vildarvinum þáverandi stjórnvalda lá upp á að minnsta kosti 170 milljónir kuna, jafnvirði rúmlega 4,1 milljarðs króna, án þess að viðunandi veð væru fyrir hendi.  

Innanríkisráðuneyti landsins segir, að sjömenningarnir séu grunaður um glæpsamlegt athæfi í tengslum við áhættustýringu." 

Íslendski bankaruglarar lánuðu vildarvinum sínum og sjálfum sér hundruð, eða þúsundir milljarða króna, án viðunandi veða, í mörgum tilfellum engra veða, og allir ganga þeir lausir ennþá.

Ef Króatar fangelsa menn, á meðan að rannsakaðar eru lánveitingar upp á 4,1 milljarð króna, hvað dvelur þá orminn langa, hérlendis.

Hlýtur ekki að fara að styttast í að einhverjir aðrir en smáfuglarnir fari að gista tugthúsin?


mbl.is Króatískir bankamenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góð spurning.

Hrannar Baldursson, 2.1.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tvö orð: Lánabók Kaupþings !

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2010 kl. 22:38

3 identicon

Ég held að það sem tefji er að þjóðin er svo fámenn, þar af leiðandi eru flestar fjölskyldur landsins inn ,,múraðar" í spillinguna, að enginn vill rugga bátnum.

Merkúr (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ríkið er eigandi bankanna í Króatíu, það kærir. Hér voru bankarnir í eigu hluthafa, þeir kærðu ekki. Þetta er munurinn á þessu.

Guðlaugur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband