HNEYKSLI

Svavar Gestsson og Indriði H. skrifuðu undir Icesave samning við Breta og Hollendinga þann 5. júní s.l., í umboði og með samþykki Steingríms J., og síðan ætlaði Steingrímur að keyra ríkisábyrgð á samninginn í gegnum þingið á mettíma, án þess að þingmenn fengju að sjá sjálfan samninginn.

Síðan hefur þetta mál verið að velkjast í Alþingi, var afgreitt sem lög, með fyrirvörum við ríkisábyrgðina, þann 28. ágúst s.l. og eftir að Indriði H. hafði klúðrað kynnigunni á fyrirvörunum og sendur heim með drög að frumvarpi til laga um að þingið félli frá fyrirvörunum, hefur verið tekist á um málið meðal þingmanna og almennings, sem að stórum hluta er algerlega andvígur þessari þrælkun, sem Steingrímur J., Jóhanna og félagar vilja selja þjóðina í.

Allan tímann hefur stjórnarandstaðan staðið vaktina og reynt að fá að sjá þau fylgigögn, sem þessari svokölluðu samningsgerð fylgdu og smátt og smátt hefur verið hægt að toga nýjar og nýjar upplýsingar fram í dagsljósið, sem allar sýna hversu fáráðlegur og einhliða þessi "samningur" er.

Nú, kvöldið sem umræðum um málið á að ljúka í annað sinn á Alþingi, kemur í ljós að Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson hafa viljandi haldið leyndum mikilvægum gögnum varðandi málið í marga mánuði og er þetta fyrst að komast upp núna, á síðustu mínútum umræðunnar.

Össur og jafnvel stjórnin öll hlýtur að segja af sér strax í kvöld, eða í síðasta lagi á morgun.

Málsmeðferðin öll er REGINHNEYKSLI.


mbl.is Uppnám á þingi vegna skjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Axel,

Heyskli aldarinnar. Upp með vendina og það glænyja !

Kveðja. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 23:06

2 identicon

Förum og hendum þessu stórhættulega landráðapakki út úr Alþingishúsinu.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Sigurður Helgason

já gerum það,en hver á þá að passa húsið þegar öllum verður hent út.

Sigurður Helgason, 29.12.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Axel Jóhann. Þú varst fyrri til en ég að fjalla um þetta hneyksli, og pistill þinn hefur það umfram minn, að þú setur þetta fram í góðu samhengi – stuttu, en skýru, sögulegu yfirliti alls Icesave-málsins.

Hjartans þakkir fyrir alla þína góðu baráttu fyrir þjóðina á árinu sem senn er á enda.

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Þetta er sorglegt.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 29.12.2009 kl. 23:45

6 identicon

Svavar Gestsson er landráðamaður.  Einskis nýtur kommi sem hefur enga þekkingu á samningamálum.  Ætli hann kunni ensku? Ætli hann hafi verið allsgáður á meðan samningar voru gerðir? Skilur hann eitthvað í þessu öllu saman? Alls ekki hægt að fullyrða og auðvitað veit maður aldrei en miðað við þá "vinnu" sem hann hefur gert fyrir okkur í þessu máli þá fær hann rauða spjaldið. 

Ríkis(ó)stjórnin er auðvitað bara grín, þetta eru óhæfustu einstaklingar sem nokkurn tíman hafa verið hér við völd.  Þessir bjálfar hafa ekki manndóm í sér að segja af sér, valdagræðgin og spillingin er svo ógeðfelld.

Baldur (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 23:57

7 identicon

Maður á bara ekki orð yfir framkomu ríkis"stjórnarinnar" og hennar undirsáta (lesist Svavar Gests í þessu tilviki).

Hvað er eiginlega í gangi? Ég held ég hafi sjaldan séð meira krassandi efni en beina útsendingu af vef Alþingis í kvöld.

Ég á bara ekki aukatekið orð..........

BURTU MEÐ ÞESSA "STJÓRN" OG ÞAÐ Í EINUM GRÆNUM!

OG EF SATT REYNIST (MEÐ UNDANSKOT SVAVARS Á GÖGNUM) Á HANN HVERGI ANNARSSTAÐAR HEIMA EN Í STEININUM FYRIR LANDRÁÐ.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:16

8 identicon

Hver er von okkar þegar að meira að segja þinkjandi menn innan V-G hafa selt sig?

Atli Gísla á að fá Dómsmálaráðuneytið í Mars.

Hinir "hermennirnir" eru of miklar gungur til að láta hagsmuni almennings framar sínum egin rassi við kjötkatlana.

Ásmundur horfir uppá það að Heimssýn verði að engu.

Lilja Mós er kannski bara alveg sátt við að éta skít og búa í holu í jörðinni. Hún er allavega hætt að hafa sig í frammi. Hvað ætli "verðmiðinn" hafi verið á henni?

Hálfæra gamalmennið á listamannastyrknum er líka seldur!

Þá spyr ég aðeins... Er frelsi til sölu??

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 02:53

9 identicon

@Óskar....

Svar við þinni spurningu er já. Frelsi eins og flest annað hefur alltaf verið til sölu hvort sem þú ert grænn, appelsínugulur eða blár og það er auðséð að hagsmuna þjóðarinnar er ýtt frá til þess eins að eiga sitt sæti á valdastól. En mín skoðun er sú, eins og einhver sagði: "Stjórnmálamenn leysa engan vanda, þeir eru vandinn". Það ætti með réttu að henda öllu þessu liði útúr Alþingishúsinu og læsa því. Takk fyrir mig.

P.s. Góður pistill Axel.

Sindri Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 03:10

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála, henda þeim út og skella í lás, seinna má svo breyta húsinu í safn. Við ættum bara hver og eitt að fá að ráða okkar málum sjálf og þá myndum við örugglega ekki taka verri ákvarðanir en þessar 63 hræður við Austurvöll virðast vera færar um. Það myndi líka leysa sjálfkrafa mörg stór deilumál eins og t.d. IceSave, við í meirihlutanum gætum þá einfaldlega hafnað þeirri skuldbindingu sem er réttilega ekki okkar, en borgunarsinnarnir gætu eftir sem áður samþykkt að borga reikninginn og gert það þá á eigin kostnað, Bretar og Hollendingar fengju þá samninginn a.m.k. staðfestann og halda andlitinu. Þannig gætu allir fengið það sem þeir vilja... 

Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2009 kl. 05:22

11 Smámynd: Örn Björnsson

Merkilegt að horfa á ungu þingmennina . frá samspillinguni og vinstri kjánum   ...hvað þéir voru húsbóndahollir og ótalandi

Örn Björnsson, 31.12.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband