29.12.2009 | 13:38
Eðlileg niðurstaða
Þegar Útlendingastofnun vísar erlendum ríkisborgurum úr landi, sérstaklega flóttamönnum, brýst nánast alltaf út mótmælaalda og er þess þá krafist, að viðkomandi útlendingur fái hér dvalarrétt og ríkisborgararétt í framhaldi.
Nýjasta málið af þessum toga, er afturköllun stofnunarinnar á dvalarleyfi 10 ára stúlku frá Filippseyjum og hefur Héraðsdómur staðfest þá niðurstöðu. Þetta verður að teljast afar eðlileg málsmeðferð, eins og málið er í pottinn búið, en hingað átti að lauma stúlkunni með lygum og fölsuðum pappírum.
Saga konunnar, sem sagðist vera móðir barnsins, var hreinn uppspuni og pappírarnir sem framvísað var, stóðust enga skoðun. Réttast væri að kæra konuna fyrir þetta fals og ekki síður illa framkomu gagnvart barninu, en þessi svik hefðu getað komið sér illa fyrir stúlkuna í framtíðinni.
Svona framkoma hlýtur að flokkast undir illa meðferð á börnum, þ.e. að flytja stúlkuna heimshorna á milli og reyna að koma henni til dvalar í nýju landi, með fölsunum og lygi.
Stúlkan sjálf á alla samúð skilda, enda er hún þolandi í málinu, en ekki gerandi.
Svipting dvalarleyfis staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jahérna!
Garún, 29.12.2009 kl. 13:52
já tú heldur ad lífid í Filipseyjum sé betra fyrir hana en á Íslandi.
Líklegast er tetta gert í tágu framtídar barnsins, llífid er ekki audvelt á tessum slódum en audvitad er tetta sárt fyrir foreldra en teir eru einfaldlega ad reyna ad fá bestu framtídina og bestu adstaedur fyrir barnid.
Hef ádur búid sjálfur í Asíu um árabil og tekki adstaedur í tessum heimshluta adeins og skil ad fólk reyni ad koma bornunum á betri framtídar stad.
Ekki daema adra án tess ad tekkja til adstaedna.
(afsakid letrid en ekki haegt ad breyta takkabordinu hérna)
Riddarinn , 29.12.2009 kl. 14:39
Með fullri virðingu fyrir skoðun Riddara, þá þykir mér það allmikill hroki af íslending að halda því fram að "hér á landi sé allt best, mest og eftirsóknarverðast" og gera í leiðinni lítið úr menningu Filippseyinga. Sinn er siður í landi hverju.
Kolbrún Hilmars, 29.12.2009 kl. 14:51
Örugglega eru aðstæður fólks afar misjafnar á Filippseyjum og margir þar, sem hafa það ákaflega slæmt. Það réttlætir samt ekki að fólkið skuli hafa ætlað að svindla barninu til landsins.
Eins og fram kom í dómnum, benti ekkert til þess að fólkið hefði ættleitt stúlkuna á Filippseyjum og hvað þá sótt um það hérlendis.
Ef þau vildu annast barnið, áttu þau auðvitað að ættleiða það og ganga löglega frá pappírunum.
Eins og átti að framkvæma þetta, þ.e. með lygum og svikum, hafði stelpan enga tryggingu til framtíðar, hvorki gagnvart "fósturforeldrunum" eða öðrum réttindum hennar hérlendis.
Þess vegna ætti þetta að flokkast undir illa meðferð á barni, fyrir utan að í svona tilfellum gæti verið um mansal að ræða.
Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2009 kl. 14:58
Axel, eins og þú bendir á er hér verið að fara bakdyramegin með innflutning eða ættleiðslu barnsins og um öll slík ættleiðingarmál hafa verið sett lög hér á landi.
En Filippseyjar eru ekkert meira bananalýðveldi en Ísland; þar finnast ríkir, fátækir og allt þar á milli jafnt og hér. Líklega er sú staðreynd ástæðan fyrir þessum dómi.
Kolbrún Hilmars, 29.12.2009 kl. 15:44
Í Njarðvík hefur verið haldið úti gistiaðstöðu fyrir hælisleitandi fólk árum saman. Ekki geri ég mér grein fyrir því hver borgar fyrir þá aðstöðu, því varla eiga þessir hælisleitandi aðilar mikla fjármuni til að standa undir fæði og húsnæði mánuðum saman. En það sem alltaf vekur furðu mína og ergir mig er að það fer allt á annan endann ef einhverjum einum eða tveimur er vísað úr landi, en á sama tíma bíður hópur fólks í Njarðvík og þessum Íslenska hópi mótmælenda virðist vera alveg sama um það fólk. Að sjálfsögðu verða að vera strangar reglur hér á landi sem annarsstaðar um hvað þarf til að fá dvalarrétt og í framhaldi ríkisborgararétt. Það er ekki hægt að láta svona mál stjórnast af einhverjum tilfinningum. Það verður eitt yfir alla að ganga.
Jón Óskarsson, 29.12.2009 kl. 16:04
Aðstæður barna almennt á Íslandi og Filippseyjum eru ekki sambærilegar Kolbrún. Fátækt hér er heldur ekki sambærileg við fátækt á þar. En það tengist þessu máli ekki neitt. Staðreyndin er samt sú að framkoma við flóttamenn og þá sem sækjast eftir dvalarleyfi hér á landi er til skammar fyrir okkur öll, yfirhöfuð eru embættismenn á Íslandi og fólk sem er ráðið í stöður sem krefjast einhverskonar menntunar og hæfni (t.d blaðamenn og bankamenn) til skammar.
halkatla, 29.12.2009 kl. 16:39
Pirrhringur, það var Riddarinn sem blandaði fátækt i málið, ekki ég. En það er alveg rétt hjá þér að íslensk fátækt er ekki alltaf sambærileg við fátækt annars staðar í heiminum og kemur þessu barnsmáli heldur ekki við fyrr en einhver vill nota það sem rök.
En þú vilt að auki tengja málið við hælisleitendur. Gott og vel: Hvað segir þú til dæmis um aðgerðir Thailenskra þegar þeir vísa núna hópum Laosmanna til síns heima á þeim forsendum að þeir séu efnahagslegir flóttamenn en ekki pólitískir? Asískir eru nefnilega ekkert heimskari en við - né spilltari.
Kolbrún Hilmars, 29.12.2009 kl. 17:07
Staðreyndin er sú að Ísland hefur staðið sig mjög vel í að taka á móti flóttamönnum og höfum oft tekið á móti hópum flóttamanna. En þegar fólk er að reyna að koma sér bakdyramegin, með ólögmætum hætti inn í landið þá verðum við að bregðast við slíku eins og aðrar þjóðir gera. Ég hafna því alfarið að framkoma við hælisleitendur sé til skammar fyrir okkur Íslendinga. Það er alveg ljóst að víða í heiminum er tekið af mikilli hörku á þessum málum.
Jón Óskarsson, 29.12.2009 kl. 17:22
Hælisleitandinn, sem vísað var úr landi um daginn og sendur til baka til Grikklands, þaðan sem hann kom, fékk að koma til baka, til að bíða eftir að kærumál vegna umsóknar hans um landvist væri afgreidd.
Hann lýsti aðbúnaðinum í Grikklandi sem ömurlegum og þar væri nákvæmlega ekkert gert fyrir hælisleitendur, annað en að útvega þeim tjald til að sofa í. Hér á landi er þeim lagt til húsnæði, fæði og vasapeningar. Fyrir mat og öðrum nauðsynjum þurfti hann að betla á götunum, eða leita til kirkjunnar og er þó islamisti sjálfur.
Varla er hægt að kalla slíkt skammarlega meðferð á flóttamönnum.
Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2009 kl. 17:30
Til að valda ekki misskilningi, er rétt að laga setningaröðina í athugasemd nr. 10, en hún er réttari svona:
Hann lýsti aðbúnaðinum í Grikklandi sem ömurlegum og þar væri nákvæmlega ekkert gert fyrir hælisleitendur, annað en að útvega þeim tjald til að sofa í. Fyrir mat og öðrum nauðsynjum þurfti hann að betla á götunum, eða leita til kirkjunnar og er þó islamisti sjálfur.
Hér á landi er þeim lagt til húsnæði, fæði og vasapeningar.
Varla er hægt að kalla slíkt skammarlega meðferð á flóttamönnum.
Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2009 kl. 17:33
Ég hef ekki heyrt nokkurn kvarta undan aðbúnaði sem hælisleitendum er búin hér á landi enda ekki hægt. Samt er sá hópur Íslendinga sem alltaf fer af stað með mótmæli þegar einhverjum er vísað úr landi eða dvalarleyfisumsókn er hafnað af Útlendingastofnun að úthrópa að við komum illa fram við hælisleitendur. Staðreyndin er að á meðan þeir eru hér í landinu er vel hugsað um þá og sjálfsagt óvíða betur.
Jón Óskarsson, 29.12.2009 kl. 18:06
I agree with you Axel, this woman should be charged with child cruelty, but however the courts go about this the girl will be the victim which is wrong. The girl should be granted residency because her initial application was granted and it was not her deception but her relatives and also we have to take into account she has been in iceland at least a year this is a long time in a childs life and no doubt she speaks icelandic on a native level has icelandic friends at school what purpose would it serve to deport a 10 year old, none iceland cant afford to lose future taxpayers and contributers to society. The courts are stuck between a rock and a hard place but by upholding the states decision to deport they are just punishing this little innocent girl further
Shirt (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 22:35
Ég er alveg sammála því að barnið er fórnarlamb í þessu sorglega máli og það sem rétt væri að gera, er að veita henni landvistarleyfi og koma henni í til nýrra umsjónarmanna eða fósturforeldra.
Það er auðvitað óviðunandi að refsa barninu, sem enga sök ber og afar óréttlátt að rífa hana úr skóla og því umhverfi sem hún hefur aðlagast og senda hana aftur til Filippseyja, enda hafa tengsl hennar rofnað að miklu leyti við ættingja og vini þar.
Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.