Hrikaleg staða

Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru orðnar svo miklar, samkvæmt IFS-greiningu, að allar gjaldeyristekjur þjóðarinnar næstu áratugi, munu ekki duga til að greiða þær niður.

Um þetta var fjallað á þessu bloggi fyrir tveim dögum og ásæðulaust að endurtaka það allt, en þá færslu má sjá hérna

Til að árétta þessa grafalvarlegu stöðu, er vert að vitna til niðurloka fréttarinnar: 

Í hnotskurn

» IFS-greining reiknar með að 10% líkur séu á greiðslufalli ríkissjóðs. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu CMA eru þessar líkur þó 25%.
» Í mati IFS kom fram að þrátt fyrir að allar gjaldeyristekjur landsins yrðu notaðar í greiðslu á erlendum skuldum yrði Icesave-skuldbindingin þjóðarbúinu engu að síður of þungbær.
» Taka mun tíma að byggja upp fjölbreyttari útflutningsatvinnuvegi í umhverfi lægra raungengis en síðastliðin ár. Útflutningur dróst saman um tæplega þriðjung á fyrstu níu mánuðum ársins.

Skýrara getur þetta varla verið.

 


mbl.is Gjaldeyristekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta fer að verða ofvaxið mannlegum skilningi a.m.k. mínum, en gleðileg jól, ágæti bloggari Axel.

Finnur Bárðarson, 24.12.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband