23.12.2009 | 08:05
Hunsa öll lagarök
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, og Jóhanna, forsætisráðherralíki, ætla að keyra fyrirvaralausu ríkisábyrgðina í gegnum þingið fyrir áramót, hvað sem tautar og raular, þrátt fyrir athugasemdir allra helstu lögspekinga landsins og álitsgerðar lögmannsstofunnar Mishcon de Reya. Allir þessir aðilar telja mikinn vafa leika á því hvort íslenskum skattgreiðendum beri skylda til að greiða skuldir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.
Lárus L. Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, telja samþykkt Alþingis á nauðasamningnum höggva nærri fullveldi Íslands og aðrir lagaspekingar hafa sett fram alvarlegar viðvaranir á ýmsum forsendum.
Í fréttinni kemur fram að: "Fleiri lögfræðingar telja álitið staðfesta gagnrýni á Icesave-samninginn. Ragnar Hall hrl. segir álitið staðfesta að fyrirvari sem kenndur er við Ragnar sé orðinn verulega útþynntur. Það geti skapað ríkinu hundraða milljarða kostnaðarauka. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér sýnist að álitið staðfesti gagnrýni hans á samninginn."
Ráðherranefnurnar blása á öll lögfræðirök og aðrar viðvaranir og þykjast þess umkomnar að þykjast vita betur en allir helstu lagaspekingar Íslands, fyrir utan marga erlenda, sem tekið hafa undir skoðanir þeirra.
Nýjustu útreikningar Seðlabankans á skuldastöðu þjóðarbúsins virðast ekki einu sinni vekja ugg í þeirra brjósti, enda sennilegt að þau treysti á að ESB hlaupi undir bagga, þegar búið verður að svíkja þjóðina inn í bandalagið.
Viðbrögðin benda a.m.k. ekki til mikillar þjóðhollustu, nema þá við bresku og hollensku þjóðirnar.
Lagalegur vafi og ágreiningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju staðfestir álit þessara manna ekki álit mitt að það var núverandi stjórnarandstaða sem kom okkur í þessi spor og vill síðan ekki gangast við glæpnum.
Ég held að þið sem bloggið gegn þessum samningi séuð hluti af vandanum. Vandinn er óheilindi.
Ég vildi svo gjarnan að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fái að taka þetta mál allt sínum "föstu" tökum.
Hinsvegar má það ekki gerast fyrr en eftir 1. febrúar þegar gögn um svikamylluna verða gerð opinber og litlu óheilindabloggararnir geta farið af stað og reynt að ljúga FLokkin hreinan.
Svo þegar þessir málglöðu lúðar fara á fund Breta og Hollendinga koma þeir aftur með breytingar á kommusetningum samningsins og leggja hann þannig aftur fyrir þingið.
Gísli Ingvarsson, 23.12.2009 kl. 17:45
Ef bloggarar, sem skrifa gegn samningnum, eru hluti vandans, þá eru þeir aðeins spegilmynd meirihluta þjóðarinnar, því allar skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar vilja að Alþingi felli samninginn. Mikið má sá meirihluti þakka guði fyrir að eiga hin 30% að, sér til halds, trausts og sáluhjálpar.
Vonandi mun koma skýrt fram frá rannsóknarnefndinni, hver ber ábyrgð á hverju í sambandi við hrunið og þeir fái þá makleg málagjöld, hver eftir sinni ábyrgð, hvort sem í hlut eiga stjórnmálamenn, banka- eða útrásarmógúlar.
Hitt er víst, að ef ekki kemur það út úr skýrslunni, sem þú vilt sjá þar, þá munt þú og fleiri ásaka nefndina um svik og yfirhylmingu. Þið munuð alltaf finna ykkur eitthvað til, til þess að ausa skít og svívirðingum yfir Sjálfstæðisflokkinn og þann þriðjung þjóðarinnar, sem fylgir honum að málum. Það er reyndar rjómi þjóðarinnar.
Axel Jóhann Axelsson, 23.12.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.