Tímaeyðsla

Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur verið að veltast með frumvarp, sem átti að banna Kjararáði að hækka laun þeirra, sem undir það heyra, á næsta ári.

Eins og með önnur illa unnin frumvörp meirihlutans, þarf nú að draga í land með þessa lagasetningu, vegna athugasemda úr öllum áttum, um að þetta stæðist ekki, a.m.k. ekki gagnvart dómurum.

Kjararáð tekur mið af almennum launahækkunum og því litlar líkur til að laun þeirra, sem undir Kjararáð heyra myndu hækka mikið á næst ári, og því breytir nefndin frumvarpinu í þá veru, að aðeins sé Kjararáði bannað að hækka laun þingmanna og ráðherra á næsta ári.

Formaður nefndarinnar, lætur hafa þetta eftir sér:  "Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, á þó ekki von á að laun annarra hópa verði hækkuð á næsta ári."

Ef nefndin reiknar ekki með að Kjararáð hækki laun neinna hópa á næsta ári, til hvers er þá verið að eyða dýrmætum tíma þingsins í svona vitleysu?

Svarið er einungis eitt orð:  "Lýðskrum".


mbl.is Banna launahækkun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband