Enginn smáaurabusiness

Dómstólar hafa nú, nánast samfellt í tíu ár, verið að fjalla um hin ýmsu mál, sem tengjast Gaumi, Baugi, Jóhannesi í Bónus, syni hans, dóttur, tengdadóttur og alls kyns félögum þeim tengdum, viðskiptum innbyrðis og í ótal hringi.

Öll eiga þessi mál það sammerkt að þau eru flókin, fjalla um gífurlegar upphæðir og verjendum málanna tekst ávallt að velta þeim og snúa í dómskerfinu árum saman, með þeim árangri að yfirleitt er aðeins dæmt í minni háttar öngum málanna, enda virðast dómarar hérlendis ekki botna upp eða niður í útrásarfjárglæfraviðskiptum.

Mál, sem nú er til meðferðar fyrir dómsstólum snýst um hvort eigendum Gaums takist að koma söluhagnaði af hlutabréfafærslum milli eigin félaga undan skattlagningu, en flækjan fólst í því, að reyna að lauma bréfunum inn í félag sem skráð er í einni skattaparadísinni.

Niðurlag fréttarinnar segir allt sem segja þarf, um hvernig útrásargarkarnir komu sér undan skattlagningu söluhagnaðar, eða eins og þar segir:  "Gaumur hélt því fram að dótturfélag þess, Gaumur Holding AS, hefði í raun verið eigandi hlutabréfanna í Arcadia þegar þau voru lögð inn í A Holding. Héraðsdómur segir hins vegar, að gögn málsins sýni með fullnægjandi hætti að Gaumur hafi verið kaupandi hlutabréfanna í Arcadia en að hugmyndir hafi komið fram þegar liðið var á árið 2001 að það yrði skattalega hagstæðara að Gaumur Holding væri talinn eiga  hlutabréfin þannig að ekki kæmi til skattgreiðslna á Íslandi þegar þau yrðu lögð inn í A Holding. Staðfesti dómurinn því, að forsendur ákvörðunar ríkisskattstjóra hefðu verið réttmætar."

Þessar tilfæringar eru örugglega aðeins smá sýnishorn af tiltölulega einföldum brellum, sem notaðar voru á gullaldarárum útrásarinnar, enda fer ekki miklum sögum af skattgreiðslum þessara mógúla hérlendis.

Þessir braskarar stunduðu heldur engann smáaurabusiness, enda hafa þeir tapað hátt í eittþúsund milljörðum króna, án þess að það virðist hafa raskað ró þeirra mikið.


mbl.is Fallist á kröfu Gaums að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband