Svandís í bulllosun

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherranefna, fer mikinn í Kaupmannahöfn og bullar þar algerlega kvótalaust, að því er virðist, og mengar umhverfi sitt þar með ótrúlega merkinarlausu þvaðri um forystuhlutverk sitt, ættjarðarinnar og kvenna við björgun andrúmsloftsins.

Margar misgáfulegar perlurnar hrukku þar af hennar vörum, samkvæmt fréttinni, t.d.  "Hún sagði að í samvinnu við ESB myndi Ísland vinna að markmiði um að minnka losun um allt að 30% til 2020, miðað við 1990, að því gefnu að metnaðarfullt alþjóðlegt samkomulag í loftslagsmálum náist."

Annað gullkorn var þetta:  "Umhverfisráðherra sagði að Ísland stefndi að því að verða loftslagsvænt ríki. Nú þegar sæju endurnýjanlegir orkugjafar Íslendingum að fullu fyrir rafmagni og hita og stefnt væri að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis fyrir bíla og skip."

Af mörgum gullmolunum var þessi kannski verðmætastur:  " Virkja þyrfti konur á öllum sviðum ákvarðanatöku og aðgerða. Jafnrétti kynjanna í þessu samhengi væri ekki aðeins spurning um réttlæti og sanngirni, heldur væri það nauðsynlegt til að ná árangri."

Af mörgu fleiru væri að taka í þessu slagorða- og áróðursþvaðri ráðherranefnunnar, en framangreint látið nægja, til að sýna staglið og innistæðulaust orðagjálfur, sem ekkert er á bak við.

Ef setja þarf kvóta á eitthvað, þá er það bullið í íslenskum ráðherranefnum.

 


mbl.is Ísland minnki losun um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Mann setur nú bara hljóðann.  Þvílíkt og annað eins.  Það verður ekki mikil uppbygging í landinu með svona snilling í ráðherraliðinu.  

Jón Óskarsson, 19.12.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband