Ótrúlegar vinagreiðslur

Í svörum við fyrirspurn á Alþingi upplýsti Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, um ótrúlegar upphæðir, sem greiddar hafa verið til vina og velunnara, fyrir ótrúlegustu hluti.

Til dæmis um greiðslur úr Fjármálaráðuneitinu kemur fram að:  " Þar af fékk Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, tæpar tíu milljónir kr. greiddar fyrir ráðgjöf vegna bankamála, svo sem uppgjör milli gömlu og nýju bankanna. Þá fékk Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar um Norðurlandalán, átta milljónir kr. fyrir ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum ríkjum."

Varðandi bankamálin, þá var og er finnskur sérfræðingur á fullum launum við að veita ráðgjöf varðandi endurreisn bankanna, en hefur að vísu kvartað yfir því, að seint hafi gengið í þeim efnum og flest verið vitlaust gert.  Því er óskiljanlegt fyrir hvað var verið að borga Þorsteini.

Seðlabankinn og allar bankastofnanir landsins eru uppfull af sérfræðingum í erlendum lántökum og fram að þessu hefur ekkert vantað upp á kunnáttu landsmanna um töku gjaldeyrislána og því með ólíkindum, að greiða hafi þurft Jóni Sigurðssyni átta milljónir fyrir slíkar upplýsingar.

Ef þessar og aðrar upphæðir sem um ræðir væru ekki svona fáráðlega háar, væri þetta allt saman nokkuð fyndið.

Allavega er víst, að viðkomandi einstaklingar hafa skellihlegið alla leiðina í bankann.


mbl.is Fjármálaráðuneytið greiddi 40 milljónir króna í sérverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband