Vinnubrögðin þá og nú

Við bankahrunið síðasta haust þurfti þáverandi ríkisstjórn að grípa til ýmissa ráða, við afar erfiðar aðstæður, sem bar að tiltölulega snöggt.  Á meðal þess sem gera þurfti bæði hratt og vel, var að halda fjármálakerfinu gangandi, með stofnun nýrra banka og annarra aðgerða til að forða algjöru öngþveiti og til að halda kerfinu gangandi.  Allir eru sammála um að þar hafi kraftaverk verið unnið.

Nú rignir kvörtunum vegna þessara aðgerða til Eftirlitsstofnununar FFTA, sem nú hefur gefið út hvern bráðabirgðaúrskurðinn, eftir annan, sem allir styðja að aðgerðir þáverandi ríkisstjórnar hafi verið réttar og í raun það eina, sem í stöðunni var að gera til að halda þjóðfélaginu gangandi.

Í fréttinni segir:  "ESA benti á að önnur úrræði hafi ekki verið sjáanleg en þau sem gripið var til sem hefðu getað spornað við algjöru hruni efnahagslífsins á Íslandi. Jafnframt féllst ESA á það sjónarmið stjórnvalda að neyðarlögin og ákvarðanir FME hafi verið einu aðgerðirnar sem voru trúverðugar við þær aðstæður sem uppi voru."

Þó hér sé ekki um endanlega dóma að ræða, er þetta mikil viðurkenning á viðbrögðum fyrri ríkisstjórnar við nánast óyfirstíganlegum aðstæður.

Allar aðgerðir núverandi ríkisstjórnarnefnu einkennast hins vegar af fumi og illa undirbúnum aðgerðum í nánast öllum tilvikum og fremur hafa gerðir hennar orðið til að lengja og dýpka kreppuna, frá því sem annars hefði orðið.

Viðbrögð sitjandi stjórnarnefnu stenst engan samanburð við fyrri ríkisstjórn á erfiðum tímum.

 


mbl.is Sjö úrskurðir Íslandi í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert fyndinn.

 Sérstaklega þetta með að hrunið hafi komið svona skyndilega, þú færð alveg extra prik fyrir það.

"bar að tiltölulega snöggt"

 Þú ert ágætur.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, þú ert greinilega mikill húmoristi, en brandarinn var nú ekki betri en svo, að lengi var talið að hægt yrði að forða algeru bankahruni, með því að halda Kaupþingi á lífi.  Það fór þó í vaskinn, þegar Bretar beittu hryðjuverkalöggjöfinni gegn Íslandi og breska fjármálaráðuneytið yfirtók Singer & Friedlander banka Kaupþings í London.

Eftir á séð, var kannski eins gott að Kaupþing hrundi í kjölfar hinna bankanna, því annars er óvíst að hroðinn sem þar var, hefði komið upp á yfirborðið.

Góða áframhaldandi skemmtun, við að rifja upp bankahrunið og snöfurleg viðbrögð fyrri ríkisstjórnar við því.

Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2009 kl. 19:16

3 identicon

Guði sé lof að núverandi ríkisstjórn var ekki við lýði þegar bankahrunið varð.

stebbi (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband