12.12.2009 | 13:17
Gagnrýna með fölsuðum forsendum
Þingflokksformenn stjórnarflokkanna gráta hástöfum yfir "skattareikni" Sjálfstæðismanna, sem þeir hafa sett inn á vef flokksins og sem auglýsingu hérna inn á mbl.is. Einnig hafa þeir verið að birta blaðaauglýsingar með útreikningum sínum.
Formönnunum finnst það vera fölsun á staðreyndum að bera skattatillögur þeirra núna, að viðbættum þeim skattahækkunum sem þegar eru orðnar, við skattana, sem launegar greiddu áður en skattahækkanabrjálæðið skall á, með núverandi ríkisstjórnarnefnu.
Það er aumt yfirklór þingflokksformannanna að setja fram svo falsaðar forsendur fyrir kvörtunum sínum, því auðvitað verður að bera saman skattbyrðina fyrir og eftir ríkisstjórnarskipti.
Sjálfir segjast þeir ætla að auglýsa fljótlega sína eigin útgáfu af skattahækkanabrjálæðinu, en þá á að sleppa öllum skattahækkunum, sem komu til framkvæmda á árinu 2008. Falsari en það, getur samanburðurinn ekki orðið.
Skattgreiðendur munu sjá í gegn um blekkingar stjórnarliða strax við útborgun launa á nýju ári.
Gagnrýna Sjálfstæðismenn fyrir vafasama framsetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já maður er hræddur um það..
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 13:26
Ég treysti þessum tveimur formönnum þingflokka ríkisstjórnarinnar varlega til að geta komið með rétta útgáfu af skattafrumvarpinu. Þessir sömu menn voru mjög nálægt því að gera afdrifarík mistök í efnahags- og skattanefnd í vor þegar ákveðnar breytingar voru gerðar á vaxtabótakerfinu vegna útborgunar vaxtabóta s.l. sumar. Annar þeirra áttaði sig reyndar eftir að hann fékk sendar athugasemdir en hinn ekki.
Skattalagafrumvarpið sem í fyrsta lagi kemur alltof seint fram miðað við að breytingar eigi að taka gildi 1.janúar n.k. er fjölmörgum ágöllum og það ásamt öðrum tengdum frumvörpum íþyngir ekki bara einstaklingum heldur líka sveitarfélögum verulega.
Velferðarríkisstjórnin afnemur með öllu vísitölubindingu persónuafsláttar en það hefur engin ríkisstjórn gert hingað til eftir upptöku staðgreiðsluskattar. Það þýðir því ekki að benda á að hækkunin hafi ekki alltaf náð vísitöluhækkuninni.
Velferðar- og jafnréttisríkisstjórnin afnemur jafnrétti samskattaðra einstaklinga (hjóna eða sambýlinga) gagnvart skattkerfinu.
Stjórnin sem skipuð er fólki sem gagnrýnt hefur á Alþingi að sveitarfélögin fái ekki hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti á lögaðila nýtir ekki tækifærið nú þegar hún stórhækkar þessa skatta og virðist gleyma því að sveitarfélögin séu til.
Núverandi ríkisstjórn neitar að hlusta á skynsöm rök sem eru fyrir því að skattleggja inngreiðslur í allavega séreignarlífeyrissjóði og skattleggja þá inneign sem þar er til staðar. Slík skattlagning er á við margra prósenta hækkunar á tekjuskatti auk þess sem það myndi skapa staðgreiðslutekjur (útsvar) fyrir sveitarfélögin.
Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 14:53
Ert þú með bindið fyrir bæði?
Valsól (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 14:57
Þú segir að ég sé haldinn Davíðsheilkenninu, en ég segi að þú sért svo blindur á gjörðir þessa manns að það er spurning hvort það skekki ekki svo mikið mynd þína á staðreyndum að þær koma allar brenglaðar út. Ég geri ekki ráð fyrir að ég setji aðra færlu hingað inn, enda verð ég sennilega bannaður eins og aðrir elskendur Davíðs hafa gert þegar ég hef póstað þessari athugasemd við blogg hjá þeim. Þess vegna ákvað ég að koma með lítið samviskupróf svona í lokin fyrir þig, en það er á eftirfarandi hátt:
Samviskupróf fyrir þá sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn. Lesið og svarið því svo í lokin hvort þið enn styðjið flokkinn. Ef svo er, tja þá veit ég ekki hvort þessari þjóð sé viðbjargandi.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð sagði þjóðinni að Landsbankinn hefði verið greiddur í topp með dollurum, en nú hefur komið í ljós að Davíð sagði ósatt og Björgólfarnir fengu peningana fyrir bankanum lánaða í Búnaðarbankanum. Ætli S-hópurinn hafi ekki fengið lánað fyrir Búnaðarbankanum í Landsbankanum?
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar flokkurinn kom í veg fyrir að eignarákvæði þjóðarinnar á auðlindunum færi í stjórnarskránna.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar við vorum sett á lista yfir þjóðir sem vildu í stríð við írak og gerði þar með íslendinga samseka fyrir morði á hundruðum þúsunda manna, kvenna og barna.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann barðist fyrir fjölmiðlafrumvarpinu og ætlaði m.a. að stoppa Gunnar Smára í gagnrýni flokkinn í Fréttablaðinu, þoldi ekki að það væri fjölmiðill í landinu sem hikaði ekki við að gagnrýna flokkinn á mannamáli.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann kom í veg fyrir að Bretar yrðu gerðir ábyrgir fyrir beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Geir gunga þorði ekki! I should have!
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þjóð sína með því að koma í veg fyrir að það yrði sett í lög um að flokkar opnuðu bókhald sitt. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn að fela?
Sjálfstæðisflokkurinn svíkur þjóð sína með því að verja kvótakerfið með kjafti og klóm.
Sjálfstæðisflokkurinn svíkur fólkið í landinu með því að taka alltaf afstöðu með Samtökum atvinnulífsins gegn hinum vinnandi manni, talandi um flokk sem þykist vera flokkur stétt með stétt.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína með því að reka ekki arfa lélegan bankastjóra úr Seðlabankanum (Raunverulegan viðvaning sem hefur kostað þjóð sína meira en nokkur annar, a.m.k. 300-500 miljarða)
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann tók við styrkjum úr hendi Baugsliðsins og frá Björgólfunum. og það þó svo búið væri að semja lög um að gera slíkt ekki. Hugsið ykkur ósvífnina, þeir sömdu lögin sjálfir.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann réði vini og vandamenn eins og að skíta í gegn um sikti þannig að öll stjórnsýslan varð doppótt.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik öryrkja þegar þeir þurftu að fara með mál sín fyrir hæstarétt eftir níðingsskapinn þegar þessi flokkur sem þykist vera flokkur allra stétta gaf skotleyfi á öryrkja.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn setti bankana í hendurnar á fólki sem ekki kunni með þá að fara.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gerði samning við Framsókn um að einkavæði eins mikið og hægt væri af eignum þjóðarinnar og skipta þessu á milli vildarvina flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð hótaði dómurum hæstaréttar þannig að lesið var öðruvísi út úr dómsniðurstöðum en í upphafi var gert. Þetta hefur gerst tvívegis, í öryrkjadómnum og í kvótamálinu (Valdimarsdómnum)
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi áburðarverksmiðjuna fyrir slikk. Svo opnuðu kaupendurnir vöruskemmur verksmiðjunnar og seldu vörurnar fyrir rúmlega helminginn af því sem þeir þurftu að borga fyrir verksmiðjuna í upphafi.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gaf vinum sínum eiginirnar sem kaninn skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi Íslenska aðalverktaka og verðlagði dæmið 1300 miljónum of lágt, allt með bókhaldsfiffi. Fyrir þetta hafa þessir glæpamenn verið dæmdir.
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn gerði nýfrjálshyggjutilraun sem misheppnaðist og úr varð efnahagshrun á íslandi.
Ég bara spyr, hvernig getur venjulegt og sómasamt fólk lagt lag sitt við slíkan óheiðarleika og slíkan flokk, ég skil það ekki, nema þú sért undirlægja. Ert þú undirlægja, kýst þú Sjálfstæðisflokkinn?
Spyrjið sjálf ykkur samviskuspurningar, ,,hvernig get ég kosið og stutt þennan Sjálfstæðisflokk?” Ef svarið er að ykkur finnst það bara allt í lagi, þá er virkilega spurning hvort þið ættuð ekki að vera undir eftirliti læknis,sálfræðings eða félagsráðgjafa, vegna þess að þá eruð þið samkvæmt þessu, andþjóðfélagslega sinnaðir psychópatar. Ég meina það. Spáið í þetta, ég skal svo hjálpa ykkur, ég hef menntunina til þess.
Valsól (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 15:06
Hvað ætli sé hægt að búa til langan lista vegna núverandi ríkisstjórnarflokka ? Hann væri langur nú þegar og lengist hvern dag sem þessir flokkar starfa saman.
Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 16:15
Jón, og hver heldurðu að sé við völdin á bak við tjöldin
Sigurður Helgason, 12.12.2009 kl. 16:43
Segðu mér Sigurður :)
Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 17:18
Valsól, hér er ekki lokað á neinn, enda lýsa innleggin innri manni og skoðunum þess, sem skrifar og því látnar standa, þótt viðkomandi skammmist svo mikið fyrir sjálfan sig og skoðanir sínar, að hann þorir ekki að koma fram, nema undir leyni- eða dulnefni.
Spurningarnar bera með sér, að spyrjandinn sé haldinn afar illvigu afbrigði Davíðsheilkennis og að sjúkdómurinn sé kominn á alvarlegt stig. Það er ljótt af sumum bloggurum að loka fyrir athugasemdir frá veiku fólki og því ert þú velkominn hingað hvenært sem þú vilt, ekki síst þar sem þú segist hafa í fá hús að venda í þeim efnum.
Nú er tími jólahlaðborðanna og því ekki tími í kvöld til þess að svara spurningunum, enda margar og langar, en þeim verður svarað á þessum vettvangi eins fljótt og tími verður til og þar af leiðandi verður þú að koma í heimsókn reglulega til að fylgjast með þegar svörin koma.
Reyndar er fljótlegt að svara síðustu spurningunni. Það hefur aldrei verið erfitt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og aldrei eins auðvelt og sjálfsagt og nú. Þú segist hafa einhverja menntun til að hjálpa fólki, en því verður nú ekki trúað, miðað við skrif þín.
Það hlýtur þá að vera langt síðan það nám var stundað, og farið að fyrnast verulega yfir það, sem lært var.
Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2009 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.