12.12.2009 | 08:40
Jólagjöfin í ár: Icesave og skattahækkanabrjálæði.
Að minnsta kosti fjórir lögfræðingar hafa hafnað því, að vinna álitsgerð fyrir Fjárlaganefnd Alþingis, um hvort ríkisábyrgðin á skuldum Landsbankans smrýmist stjórnarskránni. Ýmsar ástæður liggja til grundvallar þessum neitunum, t.d. eru tveir lögfræðinganna tendir Evróudómstólum og því varla von að þeir geti tekið málið að sér, aðrir bera við ýmsum öðrum ástæðum.
Fjárlaganefndin gefur afar stuttan tíma til að vinna þetta verk, því þrælasvipa Breta og Hollendinga smellur á baki stjórnarmeirihlutans, sem allt vill vinna til, að geta farið að girða upp um sjálfan sig og koma bakeymslunum yfir á almenna skattgreiðendur í landinu.
Líklegast er að enginn fáist til að vinna slíkt álit undir þeirri tímapressu sem á málinu er, því lögmenn vilja ekki eiga það á hættu, að álit, unnið á slíkum hraða, standist ekki nánari skoðun og vilja því ekki bendla nafn sitt við slík vinnubrögð, sem Alþingi viðhefur við að hneppa þjóðina í erlenda ánauð.
Hæstiréttur er eini aðilinn, sem getur skorið endanlega úr þessu máli, en það gerir hann auðvitað ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að þrælalögin hafa verið samþykkt og einhver skýtur málinu til dómstóla.
Bretar og Hollendingar halda áfram að láta svipuna skella á berum afturenda stjórnarmeirihlutans, í þeirri vissu, að hann muni koma vilja þrælapískaranna í gegn um þingið áður en langt um líður.
Væntanlega verður það jólagjöf Alþingis og forsetans í ár, ásamt skattahækkanabrjálæðinu.
Hafna að vinna lögfræðiálit á Icesave-frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem þú kallar "skattahækkanabrjálæði" er reikningur sem þjóðin þarf að greiða núna fyrir kaup Seðlabankans á ótryggðum skuldabréfum bankanna og 500 milljarða framlag til gjaldþrota banka. Allt glatað fé.
Það voru nokkur hundruð milljarða sem sameiginlegur sjóður okkar þurfti að greiða til að koma í veg fyrir gjaldþrot Seðlabankans.
Greiðslan hefur farið fram en nú er að safna upp í hana.
Stærra mál en Icsave segir ríkisendurskoðun. Pældu í því.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 09:58
Skylduhlutvert Seðlabankans, sem banka bankanna, olli vissulega miklu tapi, sem allt var gjaldfært undir árið 2008, en hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður um 200 milljarðar króna og þrátt fyrir skattahækkanabrjálæðið er áætlað að halli á rekstri ríkissjóðs verði um 100 milljarðar á næsta ári. Það skapast nánast allt saman vegna aumingjaskapar ríkisstjórnarinnar við sparnað í rekstri.
Ríkisendurskoðandi sagði að tap Seðlabankans gæti orðið meira en af höfuðstól Icesave, en það myndi fara eftir innheimtuhlutfalli útistandandi krafna, en minntist ekkert á vextina, sem alltaf lenda á íslenskum skattgreiðendum.
Þeir vextir munu verða á bilinu 30 - 600 milljarðar króna, eftir innheimtuhlutfalli höfuðstólsins og jafnvel þó hann innheimtist 100%, munu íslenskir skattgreiðendur aldrei greiða minna en þessa 300 milljarða.
Svo bregðast krosstré, sem önnur tré, flaug í hugann, þegar þú, sem venjulega skrifar af yfirvegun, ert farinn að skrifa eins og liðið með Davíðsheilkennið, sem virðist algerlega ólæknandi.
Pældu í því.
Axel Jóhann Axelsson, 12.12.2009 kl. 12:48
Axel getur verið að við þurfum ekki að greiða vexti af þeim 300 milljörðum er Ríkisjóður þurfti að greiða vegna gjaldþrots Seðlabankans?
Væri ekki frá því að þú ættir að skrifa um annan málaflokk en peningamál.
hallur (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 14:08
Í athugasemd nr. 1 hefur einhvern nafni minn skrifað og ég frábið mér þau skrif, enda augljóslega ekki sama íslenska og hjá mér :)
Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.