10.12.2009 | 16:47
Undarlegt uppgjör
Fyrr í dag bárust fréttir af því, að Bjarni Ármannsson og/eða félög í hans eigu, væru með fjögurra milljarða kröfur í þrotabú gamla Glitnis, án þess að nánar væri útlistað í hverju þessar kröfur væru fólgnar.
Nú kemur frétt um að Bjarni og Glitnir hafi gert samkomulag um endurgreiðslu á yfirverði, sem hann fékk við sölu hlutabréfa sinna í bankanum, þegar hann lét af störfum í bankanum í apríl 2007. Þetta munu vera um 650 milljónir króna, sem Jón Ásgeir samþykkti sem yfirverð á bréfin og áður hafði Bjarni endurgreitt 370 milljóna króna starfslokagreiðslu.
Á þessum árum verðlögðu þessir garkar sig hátt og t.d. "keypti" Jón Ásgeir og félagar sér nýjan bankastjóra frá Landsbankanum og greiddu honum 300 milljónir fyrir að mæta í vinnuna. Sá bankastjóri var einn af upphafsmönnum Icesave, ef rétt er munað, og þar sem Icesave þótti vera "tær snilld", gátu tæru snillingarnir selt sig dýrt, eftir að hafa fundið upp á "snilldarverkunum".
Það skrýtnasta við tilkynningu Glitnis er eftirfarandi setning: ""Um fullnaðaruppjör milli aðila er að ræða sem felur auk þessa í sér að félög Bjarna, sem eiga u.þ.b. 273 milljóna króna skuldabréfakröfur á bankann, falla frá greiðslukröfum á hendur bankanum. Ekki eru uppi aðrar kröfur Bjarna eða félaga hans á hendur bankanum," segir í tilkynningu frá skilanefndinni."
Eru þá tæpir fjórir milljarðar gufaðir upp frá því í morgun?
Þannig spyrja menn, sem skilja varla svona upphæðir, né uppgjör á þeim.
Bjarni endurgreiðir Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru undarlegar reikningskúnstir og líka sérkennilegt að á sama tíma og verið er að gera kröfur á hendur þrotabúinu að þá skuli vera í gangi eitthvað uppgjör milli sömu aðila og þrotabúsins (bankans). Svona tíðkast allavega ekki þegar "venjuleg" fyrirtæki fara í þrot. Það vantar alveg inn í fréttina hvort krafan sem frétt var um í morgun sé ennþá til staðar eða ekki þó skilja megi sem svo að um fullnaðaruppgjör sé að ræða. En mér finnst eins og ég hafi heyrt þá setningu fyrr......
Jón Óskarsson, 10.12.2009 kl. 18:18
Eitthvað er þetta nú að skýrast skv. nýjustu fréttum: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/12/10/krofu_bjarna_ofaukid/
Jón Óskarsson, 10.12.2009 kl. 18:23
Ekki finnst mér þetta skýrast mikið með þessari frétt, Jón, því sagt er að 3,9 milljarða krafan hafi ekki átt að vera á listanum, sem birtur var í morgun. Í fréttinni segir um þetta: "
"Það stangaðist á við upplýsingar úr kröfulistanum, sem birtust á mbl.is fyrr í dag, um að krafa Bjarna og félaga hans næmi rúmum fjórum milljörðum króna. Skýringin er semsagt sú, að búið var að ganga frá fyrrnefndri 3,9 milljarða króna kröfu áður en listinn var birtur."
Þetta hlýtur að vekja upp spurningu um hvort verið sé að mismuna kröfuhöfum. Fyrst krafan var fyrir hendi, af hverju var þá búið að ganga frá henni áður en kröfulistinn var birtur?
Þetta hlýtur að þarfnast nánari skýringar, þó blaðamaðurinn hafi ekki haft rænu á að fá nánari skýringu.
Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2009 kl. 21:31
Já satt segirðu :) Þetta er svona í samræmi við það sem ég hef verið að segja um blaðamennskuna að stundum er maður engu nær eftir lestur frétta, því það er ekki kafað nógu djúpt í málin og framsetningin oftar en ekki algjörlega óskiljanleg.
Það er grafalvarlegt mál ef verið er að mismuna kröfuhöfum og mér finnst eins og þér að þetta mál þurfi að skýra nánar fyrir fólki. Það kemur til að mynda ekki fram í fréttinni "hvenær" þetta meinta uppgjör Bjarna við bankann fór fram. Var það núna fyrir fáeinum dögum, fyrir fáeinum vikum, fyrir eða eftir að auglýst var eftir kröfum í þrotabúið eða var þetta gert upp mikið fyrr á árinu.
Jón Óskarsson, 10.12.2009 kl. 23:58
Veit einhver sannleikann?
Jesús (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 02:01
Bjarni "endurgreiddi" víst rúmar 300 milljónir fyrr á þessu ári. Voru þetta ekki peningar sem hann hefði þurft að greiða með góðu/illu? Skattar? Var hann einfaldlega fyrri til og lét það líta þannig út að hann væri að borga þetta af sjálfsdáðum, í stað þess að fá einhvern álagningarseðil frá skattinum eins og flestir aðrir?
Væri þetta þá ekki svipað og menn myndu láta taka myndir af sér nokkrum dögum áður en álagningarseðlarnir birtust inn um bréfalúguna, og láta taka myndir af sér, þar sem það væri útskýrt með miklu flúri að viðkomandi ætluðu að "endurgreiða" ríkinu peninga?
Það væri flott fréttaefni ef allir færu sömu leið?
joi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:10
Ef blaða- og fréttamenn á Íslandi nýttu sér þá menntun sem maður reiknar með að þeir hafi, þá ættu þeir að sökkva sér dýpra niður í fréttir og færa fólki alla söguna ásamt útskýringum á mannamáli. Það er til að mynda grundvallar munur á því hvort menn eru að tala um skatta eða ekki og af hverju hefði Bjarni átt að greiða eftir á til bankans einhverja skatta í stað þess að greiða þá með eðlilegum hætti í gegnum skattkerfið. Það er svo sem von að menn rugli saman hugtökum og öðru í allri þeirri hringavitleysu sem búin er að vera í gangi, en það pirrar mig afskaplega mikið að fjölmiðlarnir skuli ekki geta staðið sig í að útskýra fyrir fólki hlutina eins og þeir eru. Það er stundum verið að tala um fjölmiðla sem fjórða valdið en það vald hefur aldrei verið slappara en um þessar mundir, einmitt nú þegar mest þörf er á því að það vald standi sig í stykkinu.
Jón Óskarsson, 15.12.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.