9.12.2009 | 11:25
Undanfari dómaskriðu
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um markaðsmisnotkun tveggja starfsmanna Kaupþings vegna markaðsmisnotkunar með hlutabréf Existu er aðeins annar dómurinn, sem fellur í slíku máli, en vænta má, að skriða slikra dóma falli seint á næsta ári.
Athyglisvert er, hve langan tíma tók, frá því að málið var kært og þar til dómur var kveðinn upp, en málinu var vísað til rannsóknar í mars 2008, eða hálfu ári fyrir bankahrun. Annað, sem vekur athygli, er að mönnunum var vikið frá störfum, á meðan á rannsókninni stóð, en aðrir starfsmenn og eigendur bankans héldu þessari iðju áfram, fram að falli bankanna.
Nægir að nefna viðskiptin við Sjeik Al Tani og önnur sýndarviðskipti, sem jukust og urðu gríðarleg í upphæðum áður en yfir lauk. Eigendagengi bankans og a.m.k. æðstu stjórnendur hljóta því að mega eiga von á löngum fangelsisdómum, þegar þar að kemur.
En þar sem það tók nítján mánuði fyrir þetta "smámál" að fara í gegnum rannsóknarferilinn og dómstólinn, er ekki hægt að reikna með dómum í alvörumálunum, fyrr en í fyrsta lagi um þetta leyti næsta ár.
Þá hlýtur að falla stór skriða slíkra dóma og síðan vonandi vikulega, vegna bæði banka- og útrásarsvindlara.
Dæmdir fyrir markaðsmisnotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi er þetta bara byrjunin .Dómarar fari að þora .Þetta er skelfingar ástand hér á landi .Frysta þýfið og láta liðið sitja bak við lás og slá .Engan LÚXUS !
Kristín (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:36
Umhugsunarverð færsla eins og oftar, svo kærar þakkir.
Samkvæmt frétt. www.mbl.is virðist atburðarásin hafa verið eitthvað á þessa leið:
Afbrotin sem dómurinn fjallar um voru sex að tölu, framin á rímabilinu 25.1 2008 til 22.2. 2008.
4.3.2008 beindi Kauphöllin athygli Fjármálaeftirlitsins að þessum hugsanlega refsiverðum athöfnum ákveðinna starfsmanna Kaupþings.
10.3.2008 hafði Fjármálaeftirlitið samband við Kaupþing um þessar athafnir.
18.3.2008 svaraði Kaupþing fyrirspurn Fjármálaeftirlitsins frá 10.3.2008
í maí 2008 kærði Fjármálaeftirlitið þessi viðskipti til lögreglu.
í nov. 2008 og jan. 2009 tók lögreglan skýrslur af starfsmönnum Kaupþings.
9.12.2009 felldi Héraðsdómur Reykjavíkur dóm í málsókn í þessu sambandi á hendur tveggja (fyrrverandi) starfsmanna Kaupþings.
Svo er því að sjá að málið hafi verið í meðferð hjá lögrelgu og dómstólum frá maí 2008 til des. 2009 sem kemur kannski engum kunnugum á óvart.
Veit einhver svar við spurningunni um hve tímafrekar rannsóknir á öðrum málum stórum eða smáum kunni að verða og þá kannski líka hvort ríkisfangelsin séu í stakk búin til að taka við þeim fjölda sakfellingum úr banka eða fjármálageiranum sem dæmdir kunna að verða til fangelsisvistar á næstu mánuðum. Þetta fólk er jú góðu vant og sættir sig trúlega ekki við venjulegan aðbúnað tugthúslima!
Agla (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 14:32
Eins og sumir segja: vonandi er þetta bara byrjunin.
Ég á ekki bara við þá sem stálu hærri upphæðum heldur á ég við alla.
Allir sem vinna svart, svindla á barnabótakerfinu, borga svart fyrir þjónustu, stela úr búðum eða jafnvel downloada ólöglegu efni á að sekta eða fangelsa. Allt þetta spilar inní og fólk sem finnst þessir hlutir sem ég nefni í lagi af því að það er minna en hinir taka eru siðblint fólk og engu skárra en hinir. Segir mér bara það að þetta fólk mundi stela stærra ef það gæti það.
Hversu margar tugi ef ekki hundruð milljóna haldið þið að liggi þarna úti einmitt útaf littlu mönnunum? Ég fullyrði það að það eru ekki littlar upphæðir.
Júlíus (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:25
Agla, ætli rannsóknartíminn á Bónusmálinu segi ekki nokkra sögu, um tímalengdina á þessum málum. Þar tók rannsóknin mörg ár, en lögfræðingastóði Baugsmanna tókst að afbaka og snúa svo hraustlega út úr flestum ákæruatriðum, að ekki stóð mikið eftir í lokin. Þeir sem verða dæmdir í fangelsi fyrir þessi mál, verða væntanlega látnir afplána á Kvíabryggju, en þar er aðbúnaðurinn miklu betri en á Hrauninu.
Júlíus, auðvitað er ekki mikill munur á siðferðinu, hverjar sem upphæðirnar eru. Er ekki staðreyndin sú, að flestir svindla á öllu því, sem hægt er að svindla á?
Axel Jóhann Axelsson, 9.12.2009 kl. 16:59
Kannski skiptir tímalengdin á meðferð kerfisins á þessum málum ekki öllu? Samt væri fróðlegt að heyra hvað nágrannalönd okkar þurfa langan tíma til að afgreiða hliðstæð mál.
Lifum við ekki á Nýja Íslandinu og dreymir okkur ekki um að " Baugsveldið " tilheyri fortíðinni og að hér ríki lögræði sem stjórnvöld fylgi eftir í framkvæmd og að kjörnir fullttrúar okkar á Alþingi reyni að samræma löggjöf og siððferðiskennd þjóðarinnar?
Hvort einstakir afbrotamenn eru sendir á Kvíjabryggju eða á Hraunið er kannski ekki kjarni málsins í sambandi við þess konar lögbrot sem hér er um að ræða eða önnur.
Agla (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.