Yfirklór og hálfsannleikur, eins og venjulega

Fjármálaráðuneytið reynir að réttlæta tölvupósta Indriða H. Þorlákssonar, fulltrúa Breta og Hollendinga í Icesavemálinu, með því, að hann  hefði einungis verið að kynna AGS, að hann væri að ræða í mesta bróðerni við bresku og hollensku þrælahöfðingjana um skuldir Landsbankans.

Ekki er útskýrt í tilkynningu Fjármálaráðuneytisins, hvers vegna leynd var yfir þessum póstum og þingmenn fengu aðeins að sjá þá, innilokaðir í sérstöku herbergi í Alþingishúsinu, að viðlögðum drengskap um að segja aldrei frá þeim, eða innihaldi þeirra.

Ef til vill var of viðkvæmt, að upplýsa að þjóðin mætti alls ekki fá vitneskju um það fyrir kosningarnar 25. apríl s.l., að til stæði að selja hana í skuldaþrældóm til áratuga og reyndar tók Indriði fram, að hún mætti alls ekki fá þessa vitneskju, fyrr en talsverður tími hefði liðið frá kosningum. 

Með þessum feluleik átti í fyrsta lagi að reka kosningaáróðurinn í friði fyrir mótmælum þjóðarinnar við skuldaþrælkunina og í öðru lagi að fá nokkurra vikna starfsfrið fyrir ríkisstjórnarnefnuna, áður en upp kæmist um baktjaldamakkið.

Eftir kosningarnar lofaði ríkisstjórnarnefnar að ástunda opna og gagnsæja stjórnsýslu og að öll mál skyldu vera uppi á borðum, þannig að almenningur væri vel upplýstur um gang mála á öllum stigum.

Þetta er fyrir löngu orðið að öfugmælum og almenningur hlær að þessu, á milli þess sem hann grætur þau örlög, sem Svavar Gestsson, Indriði H., Steingrímur J., og Jóhanna hafa búið honum.


mbl.is Vildu sýna fram á að Ísland væri að vinna að Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er að prófa að setja mig í spor allra sem eiga að vera hinir seku og þeirra sem eiga að vera hinir óseku. Mér er lífsins ómögulegt að finna það út á þessu augnabliki.

Aldrei í Íslands-sögunni hefur vandinn verið stærri því það þarf að taka tillit til svo margra á svo stuttum tíma og þeir sem hafa gert rangt þora jafnvel ekki að stíga fram af ótta (eðlilega). Ég er víst með þeim ósköpum gerð að finna eitthvað gott í öllum. Það þykir víst ekki alltaf gott eða gáfulegt. En þessa mig sit ég uppi með og geri mitt besta.

Sá sem stígur fram og sýnir bót og betrunar-vilja á allann minn stuðning hvar sem hann hefur fundið upp á að flokka sig. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.12.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er góður hugsunarháttur og óhikað hægt að taka undir þín orð.

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband