7.12.2009 | 10:18
Hroki gagnvart dómstólum
Hagsmunasamtök heimilanna sýna mikinn hroka gagnvart Héraðsdómi Reykjavíkur í yfirlýsingu, sem samtökin hafa sent frá sér. Saka samtökin héraðsdóm um að heimila samninga sem snúist um ólögmætt athæfi, eins og til dæmis þjófnað.
Yfirlýsingin segir þetta m.a. orðrétt: Í ljósi ofangreinds virðist héraðdsómur heimila að stofnað sé til samninga sem snúast um ólögmætt athæfi eins og t.d. þjófnað og þeir verði efndir með fulltingi dómskerfisins því meginregla íslensk samninga- og kröfuréttar er að samninga beri að efna. Verði þessi niðurstaða ofaná í öðrum sambærilegum dómsmálum er nokkuð ljóst að íslensk fjármálafyrirtæki hafa fengið ótakmarkað veiðileyfi á íslenskan almenning án ábyrgðar í nokkru formi. Hagsmunasamtök heimilanna vilja þó ítreka að héraðsdómur sem þessi hefur samkvæmt lögfræðiáliti ekki fordæmisgildi."
Svona framkomu gagnvart dómstólum landsins geta baráttusamtök ekki leyft sér, því það er afar ámælisvert, að reyna að grafa undan tiltrú og virðingu dómstólanna, á þessum síðustu og verstu tímum.
Það er í lagi, að lýsa yfir óánægju með niðurstöður dómstóla og von um að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu, en að ásaka dómstólinn um að verja þjófnað og aðrar ólöglegar aðgerðir, er algerlega út í hött.
Hagsmunasamtökin ættu að draga þessa yfirlýsingu til baka og biðjast afsökunar á flumbruganginum.
Lýsa vonbrigðum með dóm í myntkörfulánsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dómstólar sjá alveg um það sjálfir að grafa undan tiltrú á sjálfum sér með svona dómum.
Það er deginum ljósara að þetta er ekkert annað enn þjófnaður með pappírum.
johann (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 11:20
Axel Jóhann, það er samt alveg ljóst að þetta er satt. Samkvæmt þessum dómi má gera samning við mig um að kaup á ólöglegum varningi (án þess að ég hafi vitað um að varningurinn væri ólöglegur). Svo kemur í ljós að varan var ólögleg og ég vil því rifta samningnum. Nei, þá segir héraðsdómur, að seljandinn geti krafið mig um að efna samninginn, vegna þess að það er samningurinn sem skiptir máli, en ekki varan sem samningurinn snerist um. Hroki eða ekki, dæmi hver fyrir sig.
Hafir þú lesið dóminn, þá er hann illa rökstuddur og skautað er framhjá mörgum rökum lögmanns lántaka, ef þau eru þá á annað borð skoðuð. Dómarinn fer ekki í neina eigin skoðun og hunsar athugasemdir með frumvörpum þeirra laga sem stuðst er við í málflutningi lögmanns lántaka. Þessar athugasemdir eru nefnilega mergur málsins. Auk þess lítur hann gjörsamlega framhjá 2. gr. laga nr. 38/2001 og fer því með rangt mál í samantekt sinni. Samkvæmt 2. gr. eru greinar 13 og 14 ófrávíkjanlegar. Hann skoðar ekkert hvað löggjafinn segir um hvenær lán er innlent eða erlent, heldur kemur með ósannaða fullyrðingu um að SP hafi tekið erlent lán.
Það er ekkert mál að sætta sig við dómsniðurstöðu, sem er vel rökstudd og leiðir fram kjarnaatriði málsins. Þessi dómur gerir það ekki. Hann er að mínu mati fúsk.
Marinó G. Njálsson, 7.12.2009 kl. 11:39
Héraðsdómur hefur um árabil ekki þótt marktækur, það sést best á að stór hluti mála sem er áfrýjað í Hæstarétt er ekki staðfestur heldur er dómi annaðhvort snúið við eða breytt á einhvern hátt..
ef Héraðsdómur væri að vinna sína vinnu eins og honum ber þá ætti meirihluti mála sem er áfrýjað að vera staðfest af Hæstarétti án breytinga.
Héraðsdómur dæmdi td. fyrirtæki mitt fyrir nokkrum árum að það mætti ekki leggja virðisaukaskatt á vinnuliði og aðra liði á reikningum, einnig að viðskiptavinir eigi að njóta afsláttakjara sem fyrirtækið hefur aflað sér hjá sínum birgjum ofl. einnig að ekki væri heimilt að innheimta verkfæragjald né rukka fyrir akstur...
fyrirtækið mitt sinnir pípulagnaþjónustu, samkvæmt lögum er því skylt að leggja virðisaukaskatt á alla liði á reikningum. og hin atriðin í dómnum eru algjört bull líka...
eftir að lögmenn voru búnir að rannsaka stefndu (mitt fyrirtæki var stefnandi) þá komust þeir að því að stefnda hafði fengið niðurfellingu á mörgum kröfum hjá héraðsdómi, flest hjá sama dómaranum... hvað er það annað en spilling og mútuþægni hjá dómara ?
Daníel Sigurðsson, 7.12.2009 kl. 11:48
Menn eru iðulega óánægðir með niðurstöður héraðsdóma og áfrýja þeim þá til Hæstaréttar, án þess að vera með ruddalegar yfirlýsingar, eins og fram kemur hjá ykkur, t.d. "Saka samtökin héraðsdóm um að heimila samninga sem snúist um ólögmætt athæfi, eins og til dæmis þjófnað."
Þetta er hrokafullt og grefur undan tiltrú á dómstólunum. Á því eiga samtökin að biðjast afsökunar.
Í athugasemdinni áréttar þú ruddaskapinn gagnvart héraðsdómaranum og ekki finnst mér þessi viðbrögð betri en yfirlýsingin sjálf.
Ekki er ég að réttlæta þennan dóm með einu orði, en ég er á þeirri skoðun að fólk eigi að fara eftir þeim dómum, sem kveðnir eru upp í landinu, og ef það er óánægt með niðurstöðu, þá áfrýjar það til Hæstaréttar. Við hann þýðir ekki að deila og alls ekki að reyna að grafa undan dómskerfinu.
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 11:55
Hvað með hroka dómstólsins gagnvart lögum og almenningi í landinu. Þarna er verið leggja blessun sína yfir athæfi sem er ólöglegt, á þeirri forsendu einni að um það hafi verið gerður samningur. Dómurinn tekur hvergi á þeirri staðreynd að samningurinn var í raun ólöglegur frá upphafi, heldur heimilar glæpinn með tilvísan til undirskriftar fórnarlambsins.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2009 kl. 12:48
Guðmundur, þegar dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu, að samningurinn hafi verið löglegur, þá er mikill hroki hjá þér að segja: "Dómurinn tekur hvergi á þeirri staðreynd að samningurinn var í raun ólöglegur frá upphafi, heldur heimilar glæpinn með tilvísan til undirskriftar fórnarlambsins."
Einu sinni var sagt að ekki tjáði, að deila við dómarann. Nú til dags telja menn sig þess umkomna, að ásaka dómstólana um að heimila glæpi og það eru einmitt slíkir fordómar, sem grafa undan trausti á dómstólum landsins.
Þar sem ég er ekki lögfræðingur, ætla ég að bíða eftir dómi Hæstaréttar og mun ekki mótmæla honum, hvað þá ásaka Hæstarétt um að heimila glæpi, ef hann staðfestir þennan dóm.
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 13:11
Það er rétt að ekki tjáir að deila við dómarann, og niðurstöðu dómstóla beri að virða. Ég áskil mér hinsvegar fullan rétt til að hafa skoðun á dómnum og vera ósammála niðurstöðunni ef svo ber undir. Réttarfar er ekki alltaf það sama og réttlæti, og í þessu tilviki er minni réttlætiskennd misboðið.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2009 kl. 14:38
Ekki hef ég lesið þennan dóm en ég átta mig ekki á hvernig hægt er að gera lántakanda einann ábyrgan. Þetta er samningur milli tveggja aðila og það eru gefnar ákveðnar forsendur í upphafi sem hafðar eru til grundvallar lántökunar, síðar bresta allar forsendur fyrir þessum samningi og þá hefði ég haldið að eðlilegast að báðir aðilar átti sig á ábyrgðinni sem ætti að vera jöfn. Lánafyrirtækin meta einstaklinga hvort þeir hafi getu til að taka lán og þá hve hátt það má vera. Þegar þetta mat fer fram er líka reiknað með að lánin geta hækkað um ákveðna prósentur og undir það skrifa báðir aðilar. Þetta er augljóst í mínum augum þarna hefur orðið forsendubrestur. Svo er það líka það, afhverju á einstaklingurinn að greiða fyrir það að eigandi fjármálafyrirtækis hefur jafnvel stolið griðarlegum fjárhæðum úr fyrirtækinu sem hefur haft keðjuverkandi áhrif og valdið þessu risahruni. Það er hægt að halda lengi áfram að telja upp skemmdarverkin sem hér hafa verið framin. nei þessi dómur er óskiljanlegur og klárt að það hafa ekki allar hliðar skoðaðar á þessu máli og það skýtur skökku við að það tók ekki langan tíma að fá niðurstöðu þarna en útrásarpakkið og embættismenn hafa varla verið yfirheyrðir að ráði og ekki von á niðurstöðu neitt á næstunni.
Gísli Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 22:30
Gísli, það er magnað að geta gagnrýnt dóm, sem maður hefur ekki lesið, eða kynnt sér á nokkurn hátt.
Á þeim gjaldeyrisskuldabréfum sem ég hef séð, skrifar skuldarinn undir að hann hafi tekið ákveðnar erlendar upphæðir að láni, stundum bland nokkurra gjaldmiðla, og lofar að greiða til baka ákveðna erlenda upphæð á umsömdum glalddögum.
Menn hafa skrifað undir þessa pappíra af fúsum og frjálsum vilja og geta því ekki kennt öðrum en sjálfum sér um, ef þeir tapa á gjörningnum, en græða ekki, eins og þeir ætluðu sér með lántökunni.
Það er skrítið að koma eftirá og segja að lánveitandinn eigi að taka á sig hluta af þeirri upphæð, sem hann lánaði.
Það yrði ekkert lánakerfi í landinu eftir stuttan tíma, ef þetta yrði reglan.
Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2009 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.