Persónugerfingur ríkisstjórnarinnar

Indriði H. Þorláksson, hægri og vinstri hönd Steingríms J. er hold- og persónugerfingur ríkisstjórnarnefnunnar.

Hann er hrokafullur, fámáll, en ósannsögull þegar honum þóknast að tjá sig opinberlega.

Eftirfarandi eru dæmigerð viðbrögð Indriða við spurningum, sem til hans er beint: "Indriði gefur ekkert út á það hvort hann hafi með skeytinu reynt að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að beita sér í deilunni. „Þetta er bara skeyti sem fer okkar á milli og á að vera okkar á milli.“"

Þetta lýsir vel afstöðu Indriða og húsbænda hans til þjóðarinnar.  Hún er bara lýður, sem komur ekkert við, hvað þessir miklu herrar eru að aðhafast fyrir hans hönd.

Ósannsögli, hroki og pukur, eru þeirra gjörðir, en prédika opna stjórnsýslu, gegnsæi og að allt skuli vera uppi á borðum.

Fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta lið og vonandi fer þeirra valdatíma að ljúka.

 


mbl.is „Eðlileg samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

þú hefur sorglega rétt fyrir þér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.12.2009 kl. 02:27

2 identicon

Þessi maður er landráðamaur. Það þarf að stoppa þennan mann af og gefa út opinbera ákæru fyrir landráð. Hann væri ágætis fordæmi fyrir alla hina landráðaaulana.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 02:42

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Óhæfni þessara manna er þyngri raun en tárum taki. Hvað á það að þýða að vera í tölvupóstsamskiptum í einkanetfangi í svona alvarlegu máli. Einkanetfangi sem leyniþjónustur þessara landa geta auðveldlega fylgst með? Og tímasetningin er þannig að hann vill ekki rugga bátnum rétt á meðan þessi minnihluta stjórn ætlar að ljúga sig inn á þjóðina með loforð um eitthvað allt annað en þeir svo fara í að framkvæma. Þeir sem kusu VG hljóta að spyrja sig hvað varð um; ekki inn í ESB, ekki samþykkja Icesave, reka AGS úr landi etc. Þeir sem eru í hægri hluta Samfylkingarinnar hljóta að vera að losna frá beinunum af reiði í þessari haftastefnu og vonlausu samningamönnum og fáránlegu aðgerðum Ríkisstjórnarinnar sem allt eru að bremsa meðan þeir kunna ekki að beygja út af hringtorginu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.12.2009 kl. 07:54

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég held að það sé kominn tími á að Steingrímur segi af sér.

Mér finnst þetta rétt lýsing á Skattriða H. Þorlákssyni:

Hann er hrokafullur, fámáll, en ósannsögull þegar honum þóknast að tjá sig opinberlega.

Birgir Viðar Halldórsson, 7.12.2009 kl. 08:53

5 identicon

er ekki komi tími á að senda þessa 63 Álfa í sínar skítaholur..

Við erum 300þ manna samfélag það eru mörf fyrirtæki með fleirri manns en það í vinnu 

er ekki málið að ráð hérna 1 forstjóra

1 framkvæmdarstjóra

1 gjalkera

1 ritara

það ætti að duga til að stjórna hérna og koma málunum á hreint

maggi (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mjög slæm staða sem við megum ekki líða stjórnin er að sigla restinni af sundur tættri þjóðarskútunni á bóla kaf og virðist ekki ætla að skilja nokkurn björgunarbát eftir handa lýðnum

Sigurður Haraldsson, 7.12.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband