Banna ætti útlendingum að neyða lögum upp á Íslendinga

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður, tók loks til máls i umræðunni um ný og verri lagasetningu um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans og lagði til að þingsköpum yrði breytt, til að þagga niður í stjórnarandstöðunni.

Henni fannst afar sorglegt, að stjórnarandstaðan skyldi hafa skoðanir á málinu og vilja vanda sig við yfirferð á þessu núja frumvarpi, sem samið var af þrælahöldurunum bresku og hollensku.

Ekki má gleyma því, að Alþingi setti lög um þetta má í Ágústmánuði síðast liðnum, með ákveðnum fyrirvörum um ríkisábyrgðina á Landsbankaskuldirnar og eru það þau lög, sem eru í gildi um þetta mál, þó ekki hafi þjóðin verið ánægð með þá lagasetningu.

Bretar og Hollendingar neituðu að viðurkenna þá lagasetningu og sendu Indriða H. Þorláksson heim með nýja útgáfu af frumvarpi, sem þeir skipuðu ríkisstjórnarnefnunni að leggja fyrir Alþingi og vegna þrælsótta og ræfildóms, er hlaupið eftir öllu, sem þrælapískararnir skipa fyrir.

Með framgöngu stjórnarmeirihlutans við umræður um þetta bresk/hollenska frumvarp, hefu hann orðið sér til ævarandi skammar og mun komast á spjöld Íslandsögunnar sem undirlægur og fótgönguliðar erlendra yfirráða á Íslandi.

Ef eitthvert bann þyrfti að setja á Alþingi, þá er það bann við því, að stjórnvöld taki við lagafrumvörpum sem erlenir aðilar vilja neyða upp á þjóðina.


mbl.is Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Það er óþarfi að setja ný lög um þetta atferli, landráðakafli hegningarlaga tekur á því. Hinns vegar þarf að breyta því að eingöngu dómsmálaráðherra getur farið fram á rannsókn á þessum brotum og hverfandi líkur eru á að núverandi dómsmálaráðherra vinni gegn landráðastjórn krata og kratavinafélgsins.

Umrenningur, 4.12.2009 kl. 16:28

2 identicon

"Henni fannst afar sorglegt, að stjórnarandstaðan skyldi hafa skoðanir á málinu og vilja vanda sig við yfirferð á þessu núja frumvarpi, sem samið var af þrælahöldurunum bresku og hollensku."   Já, akkúrat, og skömm hennar er óendanleg.   Skirrist ekki við að nota valdníðslu til koma ólöglegum þrælasamningi yfir fólkið í landinu.

ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:15

3 identicon

Ólína er bara að segja það sem allur almenningur hugsar núna: Þetta málþóf er fáránlegt.

Og ef þingsköpin eru svo gölluð að minnihlutinn getur haldið meirihlutanum í gíslingu vikum saman og hindrað að vilji meirihluta þingsins nái fram að ganga, þá þarf að breyta þingskaparlögum eins og Ólína bendir réttilega á.

Vestfirðingur (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:19

4 identicon

Ekki þeir sem hafa HLUSTAÐ á RÖK stjórnarandstöðunnar.  Það er ÞITT mat, Vestfirðingur, að ALMENNINGUR hugsi eins og æpandi Ólína en ég held ekki.   

Stjórnarandstaðan hefur sagt oft og í minnst heila viku að þeir vilji nú hætta að tala um Icesave og taka fyrir önnur nauðsynleg mál.   Ríkisstjórnin hefur tafið mál. 

Og þó stjórnarandstaðan væri með málþóf væri það varnar-málþóf og öryggi gegn Icesave-kúguninni.  Og ég hvet stjórnarandstöðuna til að vera með málþóf ef það er það sem þarf til að koma í veg fyrir efnhagsárás og valdníðslu.  

ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband