Svipusmellirnir dynja á Alþingi

Bretar og Hollendingar hafa látið svipuhöggin dynja á ríkisstjórnarnefnunni undanfarna mánuði og er hún orðin blóðrisa á afturendanum og svo aum og lerkuð, og þó hún hafi gefist upp fyrir þrælahöfðingunum fyrir mörgum mánuðum, en hún nú að verða algerlega örmagna.

Nú eru herrarnir orðnir svo óþolinmóðir, að nú grípa þeir til þess ráðs, að láta þý sín mæta með svipuna á fundi Alþingis til þess að berja stjórnarandstöuna til hlýðni og uppgjafar í andófinu gegn samningnum um þrælkun íslensku þjóðarinnar í þágu ofbeldisseggjanna.

Svipusmellirnir á Alþingi munu ekki bitna verst á þeim, sem höggunum er beint að.

Svipuhöggin munu hitta stjórnarliðana sjálfa og rífa upp sárin á bakhlutum þeirra.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef oft verið með vangaveltur um það hvernig ICESAVE samningi Sjálfstæðismenn hefðu náð, hefðu þeir verið í stjórn

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í fyrsta lagi átti náttúrlega aldrei að gera neinn Icesave samning og í öðru lagi hefði enginn getað gert verri samning en Svavar og Indriði, eingöngu vegna þess að þeir nenntu ekki að hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur, eins og Svavar orðaði það sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 2.12.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Voru það ekki Sjálfstæðisráðherrar sem skuldbundu okkur í Icesave málinu í fyrrahaust ?   Man ekki betur.  Það var upphafið.

Eiður Svanberg Guðnason, 2.12.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Njáll Harðarson

Sjálfstæðiðpakk og Framsóknarhryllingur ríður röftum og ógnar lýðræði landsins, hvað er nýtt við það?

Njáll Harðarson, 2.12.2009 kl. 23:05

5 identicon

Veruleikafirring íhaldsmanna í ICESAVE málum er með eindæmum.

Í fyrsta lagi eiga þeir langstærstan hlut í tilkomu þessa máls.

Svo segja þeir að aldrei hefði átt að gera neinn slíkan samning.

Halda þeir virkilega að með því að segja bara nei, mundi málið bara leysast og allir ánægðir?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 23:17

6 identicon

Á sama tíma og ég set spurningarmerki við Sjálfstæðismenn að vera á móti Icesave núna, set ég enn stærra spurningarmerki við VG & SF sem voru á móti Icesave fyrir ári en núna þegar ekkert er búið að breytast er allt frábært og eins gott að þar sem skattarnir eru þegar að fara útúr öllu valdi og rústa Íslandi, er allt í lagi að taka það sem nemur tekjuskatti 80þúsund manns til að borga í vexti á Icesave.

Þetta flokkskerfi er að nauðga Íslandi öllu, hvað þá núverandi ríkisstjórn sem annarsvegar er svo ánægð að vera loksins í ríkisstjórn að hún beygir sig eins lágt og hægt er og hinum megin þeir sem sjá færi á að troða okkur í ESB eftir ráðgjafandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 00:46

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já því miður er þetta augljóst Icesave er lykillin að ESB því miður, hann er lykill að helvíti á jörð við verðum að sporna við Sjálfstæðið, Framsókn og Borgarahreyfing eru betri en ekkert.

Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 00:57

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mikil eru rökþrot manna, þegar endalaust er verið með skítkast á Sjálfstæðismenn vegna þessa Icesave máls.

Hver hefur tekið saman,  hvaða stjórnmálaflokka banka- og útrásargarkarnir kusu? 

Gerðir þeirra eru ekki þeim stjórnmálaflokkum að kenna, sem þeir greiddu atkvæði sitt hverju sinni.

Jón Ásgeir og Samfylkingin hafa t.d. verið bestu vinir undanfarin ár.  Eru þá hans gerðir  Samfylkingunni að kenna?

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2009 kl. 08:37

9 identicon

Hálf er þetta klaufalegt hjá þér Axel, að draga fram Jón Ásgeir og Samfylkinguna inn í þessa umræðu um ICESAVE.

Þú hlýtur að vita hverjir þeir eru sem stofnuðu ICESAVE.

Af hverju nefnir þú ekki nöfn eins og Björgólf, Halldór, Sigurjón, og Kjartan o.fl. Allt Sjálfstæðismenn.

Svavar Bjrnason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:38

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ásgeir og Samfylkingin voru eingöngu nefnd til að sýna fáráðleika þess, að blanda glæpum við stjórnmálaflokka.

Gerðir þeirra garka, sem þú nefnir, hafa oft verið gagnrýndar á þessu bloggi og alls ekki reynt að réttlæta þá á nokkurn hátt, þó þú segir að þeir séu allir Sjálfstæðismenn.  Glæframál þessara manna og annarra, sem ollu hruninu, koma hins vegar stjórnmálaflokkunum akkúrat ekkert við.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2009 kl. 14:14

11 identicon

Ekki er ég sammála þessu Axel.

Glæframál þessara manna koma einmitt stjórnmálaflokkum við.

Það voru stjórnmálamenn sem afhentu þessum mönnum bankana og gáfu þeim grænt ljós í útrásinni og þar á meðal stofnun ICESAVE reikninganna.

Allir þessir útrásarmenn voru gulldrengir sinna flokka.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 16:27

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslenskir stjórnmálamenn gáfu ekki grænt ljós á starfsemi bankanna, því þeir störfuðu eftir ESB reglugerðum, sem Íslendingar eru skyldugir til að taka upp í sína löggjöf.

Útrásarmenn voru sannarlega engir gulldrengir.

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2009 kl. 19:56

13 identicon

Björgólfur, Sigurjón Árnason, Kjartan Gunnarsson ?   !!!

Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson ? !!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:21

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ESB á ekki við okkur AGS eru kúgarar Icesave er draugur útrásarinnar. Við erum í vondum málum.

Sigurður Haraldsson, 4.12.2009 kl. 00:15

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svavar, fyrst þú ert með þessa nafnaromsu, af hverju heldur þú ekki áfram að telja og nefnir t.d. Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Pálma Haraldsson o.s.frv.

Ég man ekki öll þessi nöfn, enda skipta þau ekki höfuðmáli.  Það sem máli skiptir er að þeir gjaldi fyrir gerðir sínar, eftir að dómstólar hafa fjallað um þær.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2009 kl. 08:30

16 identicon

Ég var bara að telja upp nokkur dæmi um gulldrengi tveggja flokka.

Baugsmenn voru ekki í þeim hópi, þó þeir séu hluti af útrásarliðinu, og ég er ekki að verja þeirra hlut.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband