Stórríki Evrópu að fæðast

Forsætisráðherra Belgíu, Herman Van Rompuy, hefur nú verið kjörinn eiginlegur forseti Evrópusambandsins og breska barónessan Catherine Ashton var útnefnd nýr yfirmaður utanríkismála, eða útanríkisráðherra.  Ef rétt er skilið verður hún einnig yfirmaður sameinaðs herafla stórríkisins.

Hafi einhver haldið að ESB væri aðeins bandalag um frjálst flæði fólks og fjármagns milli aðildarlanda sambandsins, ætti hinn sami að spyrja sjálfan sig hvað efnahagsbandalag hafi að gera með forseta, utanríkisráðherra og herafla.

Eftir samþykkt Lissabonsáttmálans og þessa skipun í embætti forseta og utanríkisráðherra er fyrsta skrefið stigið til endanlegrar þróunar stórríkis Evrópu.

Hafa Íslendingar áhuga á að Ísland verði útnárahreppur í þessu fimmhundruð milljón manna ríki?


mbl.is Van Rompuy fyrsti forseti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fýlan sem leggur frá ESB verður alltaf sterkari og sterkari. Þeir íslendingar sem eitthvað lyktarskyn hafa finna skítalyktina. ...þar sem er skítalykt.. þar er skítur.

Jóhann (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 20:59

2 identicon

En bíðið við...var þetta fólk ekki kjörið í almennum kosningum? Ekki? Ó, þannig, ég gleymdi að nýja ríkið er ekki lýðræðisríki...úbbs.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband