18.11.2009 | 11:04
Ein mynd kúgunar
Ekkert er svo smátt í sniðum, að þjóðir innan ESB geti ekki notað það til hótana og kúgana gagnvart þjóðum sem ekki eiga aðild að stórríkinu.
Allir vita um kúganir ESB gegn Íslendingum vegna skulda Landsbankans.
Nú kemur enn ein birtingarmynd þessa hugarfars frá Grikklandi vegna heimildamyndar um Makedóníu, en fram kemur í fréttinni: "Að sögn vefjarins MTnet sagði sjónvarpsstöðin Kanal 5 frá því í gærkvöldi, að grískir sendimenn hefðu komið því á framfæri við íslenska sendiherrann að grísk stjórnvöld myndu beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrði myndin sýnd."
Þessi yfirdrottnunar- og kúgunarárátta aðildarlanda að stórríkinu ESB er ekki einleikin.
Hvað vill Samfylkingin hafa með svona félagsskap að gera?
Mynd Íslendings um Makedóníu veldur uppnámi í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fagna þessu og vona að myndin verði sýnd á vegum sendiráðsins (óskhyggja sennilega) og að andstæðingar ESB-aðildar Íslands fái þar með Grikki að bandamönnum .
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 11:23
Hárrétt hjá Grikkjum. Auðvitað geta Grikkir ekki sætt sig við það að syðsti hlutinn af hinni gömlu vesælu Júgóslavíu steli nafninu Makedónía, sem á sér öndveigissæti í þeirra sögu og þjóðarsál. Serbar og Albanar eru stærsti þjóðatbrotin í þessari svokölluðu Makedóníu, tvær þjóðir sem allstaðar eru til vandræða. Og um leið vilja þeir ræna Grikki hluta ef þeirra glæsilegu fornsögu, en í Makedóníu fornu fæddist Alexander mikli (?έ??? Ἀ?έ???????) 20. júní 356 BC, sonur Philips II konungs.
Þessi framkoma Sigurjóns Einarssonar er honum til skammar og einnig Íslandi.
Er ekki nóg komið af neikvæðum fréttum af Klakanum?Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 11:48
Gamla Makedónía náði til þar sem núna er lýðveldið Makedónía, svo þeir eiga jafnt tilkall til þessa gamla nafns. Hvað varðar ósættisins milli Grikklands og lýðveldisins þá má benda á sérstaka grein um þetta á wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Macedonia_naming_dispute
Ein tillagan frá Grikkjum sem ég las, stakk upp á að nefna landið Norður-Makedóníu, sem ætti að vera allgóð millilausn. Hinsvegar eru Grikkirnir greinilega að nýta sér það að Ísland standi nú í viðræðum um inngöngu í ESB til að koma í veg fyrir kvikmynd sem snertir þeirra deilu, sögð frá sjónarhóli Makedóníu, fái áhorf.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 12:34
Alexander mikli var Makedóníumaður en ekki Grikki. En hann taldi sig boðbera grískrar menningar. Hið Makdóníska stórveldi náði yfir mjög stórt landsvæði. Nútíma Makedóníumenn telja að þungamiðja ríkisins hafi verið þar sem Kakedónía er í dag. Ekki veit ég hvort þetta stenst, en kannsski getur einhver sögufróður frætt okkur?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 12:48
Úps! Mér varð á insláttarvilla á einum stað og kalla ríkið "Kakedónía.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 12:52
Hér er ekki deilt um landsvæði. Grikkir vilja ekki breyta neinum landamærum. Deilan snýst um nafnið og sögulegar menjar.
Þau þjóðarbrot sem byggja FYROM eiga engar rætur í grískri menningu, komu ekki til þessa svæðisins fyrr en 1000 árum eftir konungsríkið Makedónía. Alexander mikli var Grikki, talaði grísku, en hans lærifaðir var hvorki meira né minna en sjálfur Aristótelis. FYROM búar eru einnig frekir. Þeir tóku sól Philips (Vergina sun) sem tákn fyrir þjóðfánann og vilja breyta nafni flugvallarins í Skopje í „Alexander the Great Airport“. Einnig stendur til að reisa einhverja risastyttu af Alexander mikla í borginni. Allt í stíl plebbanna í gömlu Júgó.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.