Krónan eða Evrutenging

Aðalhagfræðingur Nordea bankans hefur látið hafa þetta eftir sér:  "Erfiðleikarnir á Íslandi eru barnaleikur í samanburði við ástandið í Lettlandi,"  og skýringin er ekki flókin, að hans mati, eða eins og bankinn segir:  "Nordea segir að á Íslandi hafi gengisfall íslensku krónunnar örvað útflutning og ferðaþjónustu og þannig dregið úr áhrifum bankahrunsins. Lettnesk stjórnvöld hafa hins vegar haldið gengi gjaldmiðilsins stöðugu en brugðist við fjármálakreppunni með niðurskurði hjá hinu opinbera. Margir telja þó að ekki verði hægt að frysta gengið til lengdar og hrynji það munu erlendir bankar, sem eiga talsverðar eignir í Lettlandi, tapa miklu."

Hvað skyldi oft þurfa að benda á muninn á afleiðingum hrunsins á efnahag Íslands og ýmissa landa ESB, sem eru svo óheppin að hafa Evruna, eða fasttengingu við hana, til þess að ESB sinnar hætti stuðningi sínum við inngöngu landsins sem smáhrepps í stórríki ESB?

Útflutningur Lettlands hefur nánast hrunið vegna fastgengisins þar í landi á meðan útflutnings- og ferðaiðnaður blómstrar, sem aldrei fyrr á Íslandi og munu verða þær atvinnugreinar, sem munu koma Íslandi út úr kreppunni áður en langt um líður.  Hefðu þessar greinar búið við fast Evrugengi hefðu Íslendingar nú verið jafn illa, eða ver settir en Lettar og þykir þó flestum nóg um ástandið hér á landi.

Enn og aftur mega Íslendingar þakka sínum sæla fyrir að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil og að ekki skuli enn hafa tekist að flytja þjóðina hreppaflutningi inn í sambandsríkið ESB.

Viðbót:  Fróðlega frétt um Evruna og áhrif hennar á atvinnulíf Evrópu má lesa hérna

 


mbl.is Dökkt útlit í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband