Ósannindi og falsrök

Finnur Árnason, duglegur forstjóri Haga, hefur sent frá sér yfirlýsingu til að mótmæla fréttum Moggans af málefnum Haga, eiganda þess 1998 ehf., og "eigendum" þess félags, sem eru Baugsfeðgar.  Flest sem kemur fram í yfirlýsingunni er ónákvæmt, villandi eða beinlínis rangt.

Hvergi hefur komið fram í umfjöllunum undanfarið, að til standi að fella niður skuldir af Högum, en hinsvegar hefur verið fjallað um skuldastöðu 1998 ehf. og hugsanlega skuldaniðurfellingu þess félags.  Finnur fullyrðir að "Hagar sé eina þvert á móti eina fyrirtæki landsins sem hafi á s.l. 18 mánuðum greitt upp að fullu með vöxtum skráðan skuldabréfaflokk, sem var meginhluti skulda félagsins.  Hagar séu nú vel fjármagnað félag til langs tíma."  Það mun vera rétt að félagið greiddi upp skuldabréfaflokk, sem skráður var í Kauphöll, en til þess notaði félagið ekki sitt eigið fé, heldur hefur komið fram, að skuldabréfin voru greidd upp með nýju langtímaláni frá Kaupþingi og Íslandsbanka.

Finnur lætur einnig eins og Mogginn berjist fyrir því, að Bónus verði án Jóhannesar í Bónus, þó ekki sé hægt að muna, hvar það hafi komið fram í blaðinu, en hins vegar hefur enginn barist harðar fyrir því að Bónus verði rekinn án Jóhannesar, en hann sjálfur og Jón Ásgeir, sonur hans.  Vörumerkið "Jóhannes í Bónus" er löngu búið að missa alla tiltrú og ekki hægt að sækja á mið þjóðarvorkunnar lengur út á það.

Þeir feðgar eru búnir að tapa hundruðum milljarða króna á brölti sínu, síðan þeir stofnuðu Bónus fyrir tuttugu árum og hefur fáum tekist að skapa aðra eins fjármálaóreiðu á stuttum tíma og þeim feðgum.  Sennilega yrði öllum fyrir bestu að ekkert fyrirtæki yrði framar rekið með þá feðga innanborðs.

Þjóðin er nú að súpa seyðið af gjörðum þeirra og annarra útrásarglæframanna.

Þeir sjálfir drekka bara Diet Coce og eru alsælir með það.


mbl.is Engar skuldir Haga afskrifaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband