Uppistand með besta móti

Grínarinn Össur Skarphéðinsson, gamanmálaráðherra, er kominn á stall með helstu uppistöndurum og grínleikurum heimsins, þ.e. hann þarf ekki að segja eitt einasta orð, til að fá áhorfendur til að veltast um af hlátri og gleði. 

Margir leikarar hafa orðið svo fastir í huga áhorfenda fyrir frábæra frammistöðu í frarsaleik, að nóg hefur verið fyrir þá, að sýna sig og þá tryllist salurinn úr hlátri, meira að segja áður en viðkomandi spaugari kemur upp nokkru orði.

Margur góður leikarinn hefur orðið að hætta að leika alvarleg hlutverk, því áhorfendur geta engan veginn séð hann fyrir sér, sem alvarlegan hlutverkatúlkanda.

Össur á reyndar ekki við þetta vandamál að stríða, því hann kann ekkert annað en farsaleik og er orðinn svo stórkostlegur sem slíkur, að fólk veltist um af hlátri af því einu að sjá af honum mynd í dagblaði.

Það er hins vegar óvíst, að það sé stjórnmálamanni til framdráttar, að vera svona hlægilegur.


mbl.is Samskipti við Bandaríkin með besta móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband