11.11.2009 | 14:19
Ríkissjóður í raun í ruslflokki
Ríkisstjórnarnefnan hefur ávallt haldið því fram, að um leið og búið væri að reka Davíð úr seðlabankanum, búið væri að sækja um aðild að ESB, búið væri að endurreisa bankana, búið væri að skrifa undir stöðugleikasáttmála, búið væri að skattleggja þjóðina í drep, ásamt nýjum og nýjum skýringum á því hvað þurfi að gera, þá muni traustið og trúin á íslenskt efnahagslíf og ekki síður ríkisstjórnarnefnuna sjálfa aukast svo mjög, að lánshæfismat þjóðarbúsins muni hækka upp úr öllu valdi og erlent lánsfé fara að streyma á ný inn í landið, nánast vaxtalaust.
Því hefur ekki síst verið haldið fram, að eftir að ríkissjóður myndi vera búinn að taka á sig Icesave skuldir Landsbankans, þá muni smjör fara að drjúpa af hverju strái hérlendis og útlendingar myndu streyma til landsins, til þess að fá að sleikja smjörfjallið.
Það skal enn og aftur minnt á, að þetta hafa verið skýringar íslensku ríkisstjórnarnefnunnar frá mánuði til mánaðar, þegar traustið og lánshæfismatið hefur engan kipp tekið uppávið, en t.d. skoðanir matsfyrirtækjanna virðast af undarlegum ástæðum ekki alveg passa við hugarórana, sem bornir eru á borð innanlands.
Eftirfarandi kemur fram í fréttinni af nýbirtu mati Moody´s um lánshæfismat Íslands vegna skuldsetningar ríkissjóðs: "Fram kemur í skýrslu matsfyrirtækisins um lánshæfismat Íslands að slík skuldabyrði muni þrengja verulega að fjármálum ríkisins og draga úr möguleikum þess að lánshæfiseinkunn þess muni skána fyrirsjáanlegri framtíð.
Um 20% af öllum tekjum ríkisins munu fara í að standa straum af hreinum vaxtagreiðslum á næsta ári. Meðaltalið í ríkjum sem eru með sama lánshæfismat og íslenska ríkið hjá Moody's er 9%. Gert er ráð fyrir að hlutfall íslenska ríkisins muni falla niður í 15% árið 2011."
Þarf frekari vitnanna við um bullustrokkana sem sitja í ríkisstjórn Íslands um þessar mundir?
Miðað við getuleysið hingað til, fara þeir að minnsta kosti ekki að strokka smör á næsu árum.
Skuldsetning ríkisins kemur í veg fyrir hækkun lánshæfiseinkunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ríkisstjórnin í raun í ruslflokki...
Birgir Viðar Halldórsson, 11.11.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.