Hugulsöm ríkisstjórn

Það er ekki að spyrja að hugulseminni í þeirri stórkostlegu ríkisstjórn, sem Íslendingar búa við nú um stundir.  Eftir að hafa boðað algert skattahækkanabrjálæði, er nú boðað að aðeins verði um skattahækkanaæði að ræða á næsta ári.

Til að sýna mannkærleik sinn og almenna gæsku, segir Helgi Hjörvar, formaður Efnahags- og skattahækkananefndar, að nú sé útlit fyrir minni skattahækkanir, en áður voru boðaðar, en þó verði þær umtalsverðar.

Þetta er elsta áróðursbragðið í bókinni, þ.e. að boða fyrst algert kvalræði, en miskunna sig síðan yfir fórnarlambið og láta húðstrýkingu duga og þá verður hinn kvaldi ævarandi þakklátur fyrir miskunnsemi kvalarans.

Að breyta frá skattahækkanabrjálæði yfir í skattahækkanaæði er afar fallega gert, af þessari elskulegu ríkisstjórn.

Þeir skattpíndu munu verða ákaflega þakklátir og auðmjúkir í sálinni vegna þessarar velgjörðar.


mbl.is Skattahækkanir hugsanlega ögn minni en ráðgert var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ríkisstjórn er búinn að gera nóg illt! Burt með hana !

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Páll Blöndal

Axel minn, þú kannast greinilega við þessar aðferðir frá íhalds-og framsóknarvolæðinu?

Páll Blöndal, 7.11.2009 kl. 21:40

3 identicon

Þetta er mikið show ég sé að fleiri tóku eftir þessu en ég. Ég er mjög þakklátur honum Helga Hjörvari fyrir gæsku sína að lækka skattana

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 22:29

4 identicon

Það á að reka þessi fífl sem eru í ríkisstjórn úr landi!

Svo einfalt er málið.

Geir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband