Niðurlæging fyrir ríkisstjórnina

Í könnun fyrir Viðskiptablaðið, sem MMR framkvæmdi, var spurt hver svarendur vildu helst að leiddi Íslendinga út úr kreppunni og var niðurstaða könnnunarinnar athyglisverð, að ekki sé meira sagt.

Í svona könnunum hefur forsætisráðherra hverju sinni  oftast orðið efstur, en nú bregður svo við að maður sem hætti í stjórnmálum fyrir fimm árum, lendir í fyrsta sæti og forsætisráðherrann í því þriðja.

Enn athyglisverðara er niðurstaðan í ljósi þess, að það var einmitt þessi sami forsætisráðherra, sem flæmdi þann sem efstur varð í könnunninni, úr starfi strax og hún komst í aðstöðu til þess.  Það var reyndar hennar fyrsta verk sem forsætisráðherra, að flæma þann sem þjóðin treystir best úr embætti sínu.

Að Davíð Oddsson, sem Samfylkingin hefur reynt að klekkja á alla tíð, skuli hafa orðið efstur í þessari könnun er niðurlæging fyrir ríkisstjórnina og raunar alger háðung, en að sama skapi mikil uppreist æru fyrir Davíð Oddsson.

Í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, hlær sá best, sem síðast hlær.


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

því er verið að eiða orku í þetta - nú er 2009

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Væntanlega er verið að eyða orku í þetta núna, vegna þess að það er kreppa einmitt núna.

Þess vegna er ekki óeðlilegt að kannanir séu gerðar, til að komast að því hverjum þjóðin treystir best til að vinna úr erfiðleikunum.

Axel Jóhann Axelsson, 29.10.2009 kl. 08:52

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Ef ég væri þú, hefði ég meiri áhyggjur af okkar ástkæra formanni,heldur en henni JÓHÖNNU,

Þó að Davíð sé bestur,

Sigurður Helgason, 29.10.2009 kl. 09:16

4 identicon

Þú ert að misskilja. Þetta er klárlega niðurlægjing fyrir núverandi sjálfstæðisflokk. Niðurstöður skoðanakannana sýna að sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í dag. Auðvitað mun þá sjálfstæðismaður verma efsta sætið ekki satt?

Það er athyglisvert að ekki skuli það vera hluti að núverandi flokksforustu sem varð fyrir valinu heldur skipstjórinn á Hádegismóum. Sýnir hve litla trú sjálfstæðismenn hafa á eigin flokksforustu.

Alvin (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er þetta engin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða formann hans.  Í svona könnunum í gegnum árin, hefur forsætisráðherrann hverju sinni, nánast undantekningarlaust orðið efstur.

Að forsætisráðherrann núverandi skuli lenda í þriðja sæti í könnunni er ekki bara gífurleg niðurlæging fyrir ríkisstjórnina, heldur ekki síður viðkomandi ráðherra persónulega.

Að halda einhverju örðu fram, er hreinn útúrsnúningur.

Axel Jóhann Axelsson, 29.10.2009 kl. 09:31

6 identicon

Ekki skal ég neita því að þetta er verulega slæm útkoma fyrir Jóhönnu, en að sama skapi er þetta persónulegur sigur fyrir Steingrím J.

Það að formaður sjálstæðisflokksins hafi einungis fengið rúm 11% segir all sem segja þarf um álit fólks á forustu sjálfstæðisflokksins.

Að halda einhverju öðru fram, er hreinn útúrsnúningur.

Alvin (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:59

7 identicon

Er þetta ekki bara niðurlæging fyrir alla þingmenn, að almenningur skuli treysta betur manninum sem stór hluti þjóðarinnar kenndi um þetta mikla efnahagshrun á Íslandi betur en þingmönnum og ríkisstjórn.

Þó ég hafi aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn, svo ég muni, þá held ég að þjóðin þurfi á leiðtoga eins og Davíð Oddssyni að halda.  Það hefði t.d. ekki veitt af manni eins og honum í Icesave samningaviðræðurnar.  Hann hefði t.d. ekki lýst því yfir í fjölmiðlum að við þyrftum að taka hverju sem okkur biðist áður en í samningaviðræðurnar væri farið.

hmm (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:12

8 identicon

Hvernig sem á þessar tölur er litið, þá er þetta mikill persónulegur sigur fyrir Davíð Oddsson. Hann var flæmdur úr starfi seðlabankastjóra. Öll uppþotin um síðustu áramót voru byggð í kringum það eitt að hann yrði að víkja úr seðlabankanum, þá myndi allt til betri vegar horfa.

Allir vita hvað gerðist í framhaldinu. Ekkert breyttist í efnahagsmálunum. Ekkert. Tæpt ár er liðið og ekkert hefur verið gert, enginn niðurskurður eða sparnaður til að byrja að greiða niður skuldasúpuna. Stjórnin er klofin í herðar niður hvernig eigi að auka tekjur. Eina sem flokkarnir tveir í ríkisstjórn eru sammála um er að hækka skatta duglega. vandmálið er bara að þeir koma sér ekki saman um á hverja eigi að leggja skattana, annað vandamál er að þessir flokkar kusu yfir sig AGS, og ráða þar með ekki ferðinni alfarið sjálfir.

Nú hljóta spunameistarar samfó að gefa í. Þeir hafa reynt eins og þeir geta að hamra á Davíð allt þetta ár. Það liggur við að maður trúi því að illt umtal sé betra en ekkert. Aldrei hefur einn einstaklingur þurft að þola annað eins umtal af hálfur VG og Samfylkinga forkólfa og Davíð. Árangurinn er býsna slakur. Fjórðungur þjóðarinnar treystir enn Davíð best, jafnvel þó heilt fjölmiðlafyrirtæki sé stofnað í kringum að berja á kalli. Það hefur ekki gengið betur en þetta. Líklega fá einhver höfuð að fjúka hjá þessu fjölmiðla fyrirtæki í kjölfarið á þessum fréttum.

Þessi niðurstaða brýnir vinstri menn amk í einu, og það er að sjá til þess að ekki verði efnt til kosninga á næstunni, flokkarnir verða sammála um að vera á fram ósammála og láta reka á reiðanum, svo lengi sem þeir geti haldið úti vinstri stjórn. Kjör almennings í landinu skipta engum áli, eða máli. Bara að það sé vinstri stjórn við völd.

joi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:46

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

oft í dag ræður sá niðurstöðunni sem borgar fyrir hana - Davíð er góðra gjalda verður

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband