29.10.2009 | 08:12
Hælist um af hroðvirkninni
Össur Skarphéðinsson, grínari, heldur nú uppistand fyrir norræna ráðherra og embættismenn úti í Stokkhólmi og reytir af sér brandarana, eins og venjulega og við misjafnar undirtektir, eins og venjulega.
Á milli þess, sem skrítlurnar eru látnar fjúka, hælir Össur sjálfum sér fyrir að vera hroðvirknasti ráðherra í gjörvallri Evrópu, eins og kemur fram í fréttinni: "Össur benti á að Ísland hefði þegar svarað þúsundum spurninga, sem framkvæmdastjórn ESB hefði lagt fyrir þótt svarfresturinn renni ekki út fyrr en um miðjan nóvember."
Hér heima hefur verið bent á, að svörin hafi verið illa unnin að mörgu leyti, t.d. var hraðinn á að koma þeim úr landi slíkur, að enginn tími var gefinn til samlestrar og samhæfingar svaranna og orðalag svaranna víða verið ónákvæmt og jafnvel villandi á stundum.
Utanríkisráðherra Finnlands gerir sér grein fyrir þessari fljótaskrift Össurar á málinu, og tekur gríninu eins og vera ber, eða eins og þar segir: "Alexander Stubb sagði við TT, að hann teldi að Ísland hefði sett Evrópumet í að svara spurningum tengdum aðildarumsókninni. Ef framkvæmdastjórnin sendir frá sér jákvæða álitsgerð þegar í desember þá væri það einnig met," sagði hann."
Össur hagar sér eins og barn í leikfangabúð og aðrir ráðamenn reyna að sussa á barnið og leiða því fyrir sjónir, að það geti ekki strax fengið allt sem það vill, þótt það grenji frekjulega.
Svo á Ísland á miklu betri skemmtikrafta, sem hægt væri að senda á samkomur Norðurlandaráðs, til að stytta þingfulltrúum stundirnar.
Á methraða inn í ESB? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.