Móðgun við íslenska þjóð

Furðulegt er að fréttir skuli berast af því, að Jóhanna, forsætisráðherralíki, sé farin að tala um það í útlöndum, hvað Íslendingar ætli að gera innan ESB og innan hvaða málaflokka þeir muni beita sér sérstaklega eftir inngöngu í sambandið.

Forsætisráðherralíkið sagði t.d. á þingi Norðulandanna í dag:  "Ísland mun vilja stuðla að auknu samstarfi smærri aðildarríkja ESB og árétta mikilvægi samstöðu allra aðildarríkja. Með aðild Íslands yrði aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafi gefinn meiri gaumur og íslensk stjórnvöld verða ávallt reiðubúin að standa vörð um hagsmuni þjóða í þessum heimshluta."

Hagsmuna hvaða þjóða mun Jóhanna standa vörð um í þessum heimshluta?  Stæði henni ekki næst að gæta hagsmuna Íslendinga á þessum slóðum, þar með töldum fiskveiðiréttindum og réttinum til annarra auðlinda og siglingaleiða á svæðinu?

Burtséð frá því, þá er það, að tala nánast eins og öruggt sé að Ísland verði aðili að ESB, alger móðgun við þjóðina, því fram að þessu hefur alltaf verið sagt, að íslenska þjóðin muni taka endanlega ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðvitað mun Samfylkingin svíkja það, eins og flest annað, enda er nú eingöngu talað um "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samfylkingin mun svíkja þjóðina um þann rétt, enda er ætlunin að þröngva ESB upp á Íslendinga, með illu.

 


mbl.is Aukið samstarf smærri aðildarríkja mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landráðakvendið er ekki í lagi.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 21:38

2 identicon

Engar áhyggjur Axel.

Íslendingum mun fækka snögglega um ca 20.000 mjög fljótlega. Það verður þegar kratarnir átta sig á því að eina leiðin fyrir þá inn í ESB er að skipta um ríkisfang. Það fer líka best á að þeir geri það. Helst sem fyrst.

Rekkinn (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Offari

Ég gat ekki betur heyrt á henni að ríkisstjórnin væri sprungin. Ég held líka að þar með verði aðildarviðræðum hætt. Vandamálið er hinsvegar að þjóðin er gjaldþrota og hætt við að ESB noti það á okkur til að nauðga okkur inn í ESB.

Offari, 27.10.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband