Tekur ríkisstjórnin sönsum?

Nú er ekki nema nokkrir klukkutímar til stefnu fyrir ríkisstjórnarnefnuna að taka sönsum varðandi sinn eigin stöðuleikasáttmála, svo að hann falli ekki úr gildi og allt fari endanlega í upplausn í þjóðfélaginu og hefur hún þó valdið nægum skaða fyrir.

Það yrði saga til næsta bæjar, ef aðilar vinnumarkaðarins hættu aðild að sáttmálanum vegna svika ríkisstjórnarinnar að standa við sinn hluta af sáttmála sem átti að verða til að efla atvinnulífið, fækka atvinnulausum, lækka vexti og almennt að koma einhverri hreyfingu á efnahagslífið.

Aðilar vinnumarkaðarins eru að gefast upp á ríkisstjórnarnefnunni, enda kemur fram að:  "Ein af þeim hugmyndum sem hafa verið ræddar er að SA og ASÍ segi sig frá samstarfi um stöðugleikasáttmálann."

Ríkisstjórnarnefnan er algerlega hugmynda- og getulaus til þess að taka á efnahagsmálum þjóðarinnar.

Vonandi tekst aðilum vinnumarkaðarins að koma fyrir hana einhverju viti. 

Það þarf ekki að vera mikið, til að verða til mikilla bóta.


mbl.is Stjórn SA fundar í hádeginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband