Blaðamaður á eftir tímanum

Áður fyrr var klukkunni breytt tvisvar á ári hérlendis, þ.e. klukkunni var breytt um eina klukkustund eftir vetrar- eða sumartíma.  Þessu er löngu hætt hérlendis, en er enn við lýði annarsstaðar í heiminum.

Hins vegar er þetta svolítið ruglingslegt og fólk ekki alltaf með það á hreinu, hvað klukkan er á hverjum stað og ekki bætir úr skák, þegar klukkan er færð fram og aftur eftir árstíma.  Á miðnætti s.l. var klukkan færð aftur um eina klukkustund í Evrópu, þegar vetrartími tók þar gildi.  Þetta ruglaði blaðamann mbl.is. í ríminu, eins og sést af þessu:  "Það þýðir, að klukkan er nú það sama á Íslandi og á Bretlandseyjum og einum klukkutíma á eftir íslenska tímanum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Þarna er blaðamaðurinn ekki alveg með tímaskinið í lagi, því í Danmörku, Svíþjóð og Noregi er klukkan einum klukkutíma á undan íslenska tímanum en ekki á eftir.  Til að glöggva sig á hvað tímanum líður, vítt og breitt um veröldina, má t.d. skoða þessa síðu, sem sýnir hvað klukkan er á hinum ýmsu stöðum.

Ekki er vert að rugla fólk meira í ríminu með hvað tímanum líður á hverjum stað, en tímaflakkararnir bjóða sjálfir upp á.


mbl.is Vetrartími í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og staðan er, þá er klukkan rúmum klukkutíma á undan sólinni hér í Reykjavík. Núna í lok október og byrjun nóvember er munurinn minnstur, eða um 71 mínúta, en verður um 102 mínútur í febrúar.

Robot (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:20

2 identicon

Thad er sjálfgefid ad klukkan í austlaegari löndum sé á undan theirri íslensku.  Hvenaer var thessu haett á Íslandi? 

Eggert (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:30

3 identicon

Annars held ég ad thú hafir rangt fyrir thér ad klukkan hafi verid faerd aftur um eina klukkustund á midnaetti.  Ég held ad thad gerist kl. 03.00

Eggert (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:33

4 identicon

Svo held ég ad thú rangtúlkir ord bladamannsins.  Hann setur óvart "íslenska tímanum" í stad tímanum. 

 "Það þýðir, að klukkan er nú það sama á Íslandi og á Bretlandseyjum og einum klukkutíma á eftir íslenska tímanum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Eggert (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:39

5 identicon

Íslenkur fréttaflutningur er víst ekki upp á marga fiska. Ónákvæmur í besta falli. Hvar fær fréttamaður það að klukkan sé færð aftur á miðnætti? Kannski hljómaði það bara betur. Staðreyndin er að maður færir klukkuna aftur um einn tíma klukkan 3. Það er frá 3 til 2.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:15

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Undanfarin 13 ár hef ég búið í löndum sem breyta klukkunni, fyrst 3 ár í Danmörku og svo 10 ár í Bandaríkjunum.  Þetta er frámunalega ruglingslegt, sérstaklega þar sem Norður Ameríka breytir ekki klukkunni á sama tíma!  Árið 2007 var þessu breytt hérna í Bandaríkjunum og er nú fyrsti sunnudagur í Nóvember.  Veit þó ekki hvort þetta var á sama tíma fyrir 2007 í Evrópu og Bandaríkjunum.

Nýlegar rRannsóknir hér hafa leitt í ljós að það er ekki sparnaður af þessu klukkuhringli eins og margir vildu halda fram, heldur þvert á móti er áætlað að þetta rugl kosti samfélagið hér um hálfan milljarð dollara á ári.  Sel það ekki dýrara en ég keypti það, því ég man ekki hvar ég fann þetta, né heldur hvenær;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 25.10.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband