Ýkjur um vanskil

Mikið hefur verið gert úr greiðsluvanda heimilanna og ávallt gefið í skyn að stór hluti þeirra sé í gífurlegum vanskilum og að þau úrræði, sem í boði eru til að létta greiðslubyrðina, séu til lítils nýt, því þau hjálpi í raun ekkert til að bjarga fólki frá gjaldþroti.

Um miðjan október voru tæplega 20 þúsund einstaklingar, 18 ára og eldri, á vanskilaskrá, eða um 6,7% allra fjárráða einstaklinga á landinu.  Þetta er há tala og auðvitað hefði maður haldið að kreppan ætti hér stóran hluta að máli, en því fer víðsfjarri, eins og sést í fréttinni, en þar segir:  "Greining Íslandsbanka segir, að þrátt fyrir þær miklu efnahagslegu breytingar sem hér hafi orðið á undanförnum misserum hafi fjölgun á vanskilaskrá verið merkilega lítil. Á síðustu 5 árum hafi hlutfall fjárráða einstaklinga á vanskilaskrá ekki farið niður fyrir 5% þrátt fyrir það góðæri sem þá ríkti."

Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að Íslendingar hafa aldrei kunnað með peninga að fara og sannar þá kenningu, að á meðan margar aðrar þjóðir kaupa það sem þær geta sparað fyrir, þá kaupa Íslendingar allt, sem þeir geta fengið lánað fyrir.  Afborganir og vextir hafa hingað til ekki haldið vöku fyrir Íslendingnum, því mottóið hefur alltaf verið:  "Þetta reddast einhvernveginn".

Nú er hinsvegar komið að skuldadögunum og hlutirnir reddast ekki einhvernveginn lengur.  Lánaæðið er liðið, sérstaklega erlenda lánaæðið og allur vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar og raunar meira til, mun fara í erlendar afborganir og vexti næstu áratugina.

Það mun kalla á gjörbreyttan hugsunarhátt hjá okkur vesælum mörlöndum.


mbl.is Fjölgar á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi óska að fleiri væru eins og þú; að lesa heimildir vel og á heiðarlegan hátt. Það er mikilvægt skref að heiðarlegri og uppbyggilegri umræðu sem er sorglegur skortur á.

-TAKK-

Kári (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:29

2 identicon

Mér finnst nú full langt gengið að segja að íslengingar hafi aldrei kunnað með peninga að fara.

Samkvæmt þínum tölum eru 93% fjárráða fólks í skilum með sitt þrátt fyrir gífurlegar hækkanir á afborgunum og höfuðstólum lána.

 Almenningur kann vel með peninga að fara en það er annað mál með útrásarvíkinga og stjórnmálamenn.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er þetta dálítil alhæfing, en eftir sem áður er íslenskur almenningur líklega sá skuldsettasti í heiminum.

Sem betur fer eru flestir með sitt í skilum, þó þeir skuldi mikið.

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband