Skrifa endurskoðendur upp á þetta uppgjör?

Exista birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2008 og kemur þar fram að eigið fé félagsins í árslok nemi 34 milljörðum króna, en þá er reiknað með gengi Evrópska seðlabankans á krónunni, en ekki gengi Seðlabanka Íslands, sem skráir opinbert gegni íslensku krónunnar, samkvæmt lögum.

Í tilkynningu Exista kemur þetta fram um stöðu eigin fjár félagsins:  "Eins og fram kemur í ársreikningi Exista hf. munar miklu hvort notast er við gengi Seðlabanka Íslands eða Seðlabanka Evrópu og er ljóst að eigið fé Exista hf. er verulega neikvætt ef uppgjör væri miðað við gengi Seðlabanka Íslands, eins og krafist hefur verið af hálfu bankanna."

Varla verður því trúað, að endurskoðendur skrifi upp á svona útreikninga á eigin fé Existu, því augljóst er að félagið er í raun gjaldþrota, ef miðað er við venjulegar og eðlilegar uppgjörsaðferðir, því ekki er vitað til þess, að nokkurt annað íslenskt félag miði við gengi Evrópska seðlabankans í sínum uppgjörum.

Félag með neikvæða eiginfjárstöðu, er samkvæmt almennum skilgreiningum gjaldþrota og samkvæmt þeim stöðlum ætti Exista að gefa sig upp til gjaldþrotaskipta strax.

Það er í raun óskiljanlegt hvernig útrásargarkarnir geta þumbast áfram og virðast komast upp með það, átölulaust.


mbl.is Exista tapaði 206 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband