Styttist í gæsluvarðhaldið?

Nú hefur Fjármálaeftirlitið sent mál er varðar allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til Sérstaks saksóknara til frekari rannsóknar og ákvörðunar um ákæru á hendur stjórnendum bankans.

Mörg smærri mál, sem tengjast þessari allsherjarmarkaðmisnotkun hafa áður verið send til embættis Sérstaks saksóknara og hafa verið þar til skoðunar um tíma.

Misnotkun er nógu slæm, en allsherjarmarkaðsmisnotkum er auðvitað miklu verra og alvarlegra mál og þegar mörg mál eru komin saman í einn pakka, hlýtur að vera komin fram staðfestur grunur um alvarleg lögbrot og "staðfastan brotavilja".

Í smærri málum en þessu, væru hinir grunuðu komnir í gæsluvarðhald, á meðan rannsókn stæði yfir, enda væri ástæða til að ætla, að dómur yrði þyngri en tveggja ára fangelsi.  Það hlýtur að eiga við í svona alvarlegu máli, að dómar yrðu þyngri en tvö ár og því hlýtur að fara að skapast ástæða til að fara að beita gæsluvarðhaldsúrskurðum í þessu máli og fleirum, sem tengjast banka- og útrásarglæpamálum.

Alveg er öruggt, að vel er reynt að standa að þessum rannsóknum, en almenningur er orðinn verulega óþolinmóður eftir því, að fara að sjá áþreifanlegan árangur.

 


mbl.is Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

það er gott að láta sig breima :)

Sigurður Helgason, 18.10.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband