Lítilsvirt atvinnugrein sem ekki ætti að reyna að banna

Vændi er elsta atvinnugrein í heimi og er stunduð í öllum löndum, öllum þjóðfélögum og öllum stigum þjóðfélaganna, en nú á tímum er þetta lítilsvirt atvinnugrein, sérstaklega í tvískinnugslöndunum sem kenna sig við "norrænt velferðarkerfi".

Þeir, sem kenna sig við baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi, prédika stíft að hver manneskja ráði sjálf yfir sínum eigin líkama og megi gera við hann það sem hún vill, svo lengi sem það skaði ekki aðra.   Undir þessa frelsisbaráttu fellur krafan um frjálsar fóstureyðingar, en þegar kemur að því að vilja nota líkamann í vændisstarfssemi, þá er allt annað hljóð í strokknum og þá eru það karlmennirnir sem eru versti óvinurinn og í raun kvenníðingar, vilji þeir kaupa þessa þjónustu.

Það felst mikill tvískinnungur í þessari baráttu og er í raun eingöngu til þess fallin, að niðurlægja þær konur, sem velja að vinna fyrir sér með öðrum líkamspörtum en höndunum, fótunum eða höfðinu.  

Að sjálfsögðu á að berjast með hörku gegn glæpamönnum, sem hneppa konur í þrældóm og neyða þær til að stunda þessa atvinnu, og alveg eins á ekki að líða glæpamönnum, eða öðrum, að hneppa fólk í þrældóm yfirleitt og skiptir þá engu máli um hvaða störf er þar að ræða.

Konur sem stunda vændi af einhverri neyð, t.d. vegna áfengis- eða dópfíknar, eiga að fá hjálp til þess að losna undan fíkninni og þar með ástæðunni fyrir atvinnuvalinu, og á það að vera verkefni félagsmálayfirvalda, að leysa þau mál, en ekki lögreglunnar.

Þær konur, sem kjósa að vinna við vændi, af fúsum og frjálsum vilja, eiga að hafa fullt leyfi til þess, alveg eins og "kvenfrelsisbaráttufólkið" hefur frelsi til að velja sér störf, eftir sínum hentugleika.

Vændi verður ekki upprætt með valdboði, eða lögreglurassíum.  Það ættu menn að vera farnir að skilja, eftir allar þessar þúsundir ára, sem vændi hefur verið stundað.


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá helvítið hann Werner húka við hlemm á nærbrókunum að reyna að ná sér í skot

Krímer (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:56

2 identicon

Vel mælt,

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Sammala ther Axel, tviskinnungshattur kvenna sem gefa sig ut fyrir ad vera kvenfrelsissinnar er augljos.

Bragi Sigurður Guðmundsson, 17.10.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband