16.10.2009 | 14:36
Þrælapískararnir hræddir við dómstóla
Bretar og Hollendingar ætla að hneppa íslensku þjóðina í fjárhagslega ánauð til áratuga, vegna ævintýramennsku einkabanka, sem alls ekki var í ríkisábyrgð og raunar bannar tilskipun ESB alla ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum banka í ESB löndum, af samkeppnisástæðum. Án sérstaks leyfis, má til að visa á ÞETTA blogg Lofts Altice Þorsteinssonar og athugasemdirnar við það, en það er afar fróðleg og nánast tæmandi umræða um þetta efni.
Nú segir Jóhanna, forsætisráðherralíki, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, að það sem út af standi í viðræðum við þrælapískarana "sé annars vegar hvort Íslendingar geti leitað réttar síns komi í ljós að þeir þurfi ekki að borga, og hins vegar hvað gerist eftir 2024 þegar ríkisábyrgð fellur af lánunum, samkvæmt ákvörðun Alþingis."
Skyldu þessar ráðherranefnur ekki spyrja, a.m.k. sjálfar sig, hvers vegna þrælahaldararnir séu svona hræddir við að málið fari fyrir dómstóla? Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Þeir vita sem er, að þeir myndu tapa málinu fyrir hvaða dómi sem er í veröldinni.
Það furðulega er, að íslensku ráðherranefnurnar skuli ennþá vera í viðræðum við þessa þrælahöfðingja, en láta ekki frestinn, sem er til 23. október, renna út, innistæðutryggingasjóðinn lýsa sig gjaldþrota og láta síðan þessa svipusveiflandi kvalara sína stefna málinu fyrir dóm.
Þá, og einungis þá, mun réttlætinu verða fullnægt og allt ESB klanið verða að athlægi.
Enn deilt um dómstólaleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.