Þrælapískararnir hræddir við dómstóla

Bretar og Hollendingar ætla að hneppa íslensku þjóðina í fjárhagslega ánauð til áratuga, vegna ævintýramennsku einkabanka, sem alls ekki var í ríkisábyrgð og raunar bannar tilskipun ESB alla ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum banka í ESB löndum, af samkeppnisástæðum.  Án sérstaks leyfis, má til að visa á ÞETTA blogg Lofts Altice Þorsteinssonar og athugasemdirnar við það, en það er afar fróðleg og nánast tæmandi umræða um þetta efni.

Nú segir Jóhanna, forsætisráðherralíki, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, að það sem út af standi í viðræðum við þrælapískarana "sé annars vegar hvort Íslendingar geti leitað réttar síns komi í ljós að þeir þurfi ekki að borga, og hins vegar hvað gerist eftir 2024 þegar ríkisábyrgð fellur af lánunum, samkvæmt ákvörðun Alþingis."

Skyldu þessar ráðherranefnur ekki spyrja, a.m.k. sjálfar sig, hvers vegna þrælahaldararnir séu svona hræddir við að málið fari fyrir dómstóla?  Svarið liggur auðvitað í augum uppi.  Þeir vita sem er, að þeir myndu tapa málinu fyrir hvaða dómi sem er í veröldinni.

Það furðulega er, að íslensku ráðherranefnurnar skuli ennþá vera í viðræðum við þessa þrælahöfðingja, en láta ekki frestinn, sem er til 23. október, renna út, innistæðutryggingasjóðinn lýsa sig gjaldþrota og láta síðan þessa svipusveiflandi kvalara sína stefna málinu fyrir dóm.

Þá, og einungis þá, mun réttlætinu verða fullnægt og allt ESB klanið verða að athlægi.


mbl.is Enn deilt um dómstólaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband