Að slátra mjólkurkúnni

Ríkisstjórnin hækkaði skatta á eldsneyti, áfengi og tóbaki í sumar, ásamt því að leggja á nýjan "sykurskatt", sem að vísu leggst á margt annað en sykraðar vörur.  Afleiðingar þessara skattahækkana eru aukin verðbólga, með hækkun húsnæðislána, en að sjálfsögðu verður þessi skattpíning til þess að draga úr sölu á þessum vörum og minnka kaupmátt almennings.

Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur birt samantekt á breytingu verðlags, ásamt breytingu á sölu ýmissa vöruflokka og endar skýrslan á þessum orðum:  „Ekki þarf að fjölyrða um ástæður samdráttar í einkaneyslu og um leið veltu verslunar. En samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var kaupmáttur launa 7,8% minni í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þar kemur einnig fram að innlend greiðslukortavelta hafi dregist saman um 17,9% að raunvirði í janúar til ágúst á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra."

Til þess að drepa endanlega niður alla kaupgetu almennings, hefur ríkisstjórnin boðað nýja hækkun á eldsneytis-, áfengis- og tóbakssköttum um næstkomandi áramót, hækkun á virðisaukaskatti, hækkun tekjuskatts ásamt hækkun allra þjónustugjalda hins opinbera, sem nöfnum tjáir að nefna.

Í harðindaárum fyrri alda, hefði enginn búmaður látið sér detta í hug að slátra mjólkurkúnni.

Í þá daga var allt gert til að hlúa að þeirri kú, til þess að halda í henni lífinu og nytinni.


mbl.is Sala á áfengi minnkar um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við ættum að sækja um að verða flutt til Kólombíu.

Þar eru líka Kommar sem ráða..... en þar er þío að minnsta kosti heitt.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband