Léleg íslensk blaðamennska

Breska blaðið Daily Telegraph fjallar um aðkomu endurskoðenda og lögfræðinga að viðskiptum Bakkavararbæðra við Existu, þegar þeir yfirtóku Bakkavör á nánast engu verði, en bræðurnir eru stærstu eigendur beggja fyrirtækjanna.

Að breska blaðið tekur þetta til umfjöllunar vekur helst athygli fyrir það, að íslensk blöð hafa nánast ekkert fjallað um hlut lögfræðinga og endurskoðenda í öllu útrásarruglinu, því allir bankar og útrásarfyritæki höfðu her lögfræðinga og endurskoðenda í sínum röðum, til þess að láta allar sínar gerðir líta út sem löglegar og eðlilegar.

Allur fyrirtækjakóngulóarvefurinn var spunninn af stærstu lögfræðistofum landsins og öll helstu endurskoðurnarfyritækin blessuðu ársreikninga vefsins og létu þá líta út eins og eigendunum kom best, t.d. með ofmati á allskyns eignum þeirra, að ekki sé talað um viðskiptavildina.

Jafnvel þó sérstakur saksóknari hafi gert húsleitir hjá þessum stofum, finnst íslenskum fjölmiðlum ekkert fréttnæmt við það, en í öðrum löndum þykir það stórmál, þegar endurskoðunarfyrirtæknin sæta slíkum rannsóknum.

Það er aumt fyrir Íslendinga að þurfa ávallt að fá merkustu fréttirnar af rannsókn hrunafyrirtækjanna úr erlendum fjölmiðlum.


mbl.is Fjallað um aðkomu Deloitte
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og skrítið að tvær fréttir af vafasömu framfæri útrásarglæpamanna birtast í breskum blöðum á sama tíma og ekki er minnst á það í íslenskum fjölmiðlum-ef þetta er blaðamennskan hjá íslenskum blaðamönnum þurfa þeir varla að vera hissa á uppsögnum í stéttinni.

zappa (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband