10.10.2009 | 11:29
Ótrúleg vinnubrögð ríkisstjórnar
Eitthverjar furðulegustu athafnir nokkurrar ríkisstjórnar veraldarinnar, og þó víðar væri leitað, hafa verið að sjá dagsins ljós undanfarna daga hér á Íslandi og er þó ekkert nauðsynlegra en styrk og markviss stjórn hérlendis, þessa dagana.
Fyrst byrjar svokallaður forsætisráðherra á því að leggja lokavopnin upp í hendurnar á Bretum og Hollendingum í Icesave deilunni, með því að senda þeim, í gegnum íslenska fjölmiðla, þau boð, að ef Íslendingar gangi ekki að ýtrustu kröfum þrælahöfðingjanna, þá muni allt fara í kalda kol á Íslandi og ný kreppa skella á landinu ofaní þá kreppu sem fyrir er og þá verði ólíft í landinu. Betra vopn gátu kvalararnir ekki fengið á þessu silfurfati ríkisstjórnarinnar.
Næst sendir þetta sama ráðherralíki tölvupóst til Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs og spyr hvort til greina komi að norsk stjórnvöld bjóði Íslandi allt að 2000 milljarða króna lán, án skilyrða um lausn Icesave deilunnar. Það hafði hvergi komið fram, að Norðmenn vildu bjóða Íslendingum slíkt lán, en hinsvegar hafði komið fram, frá ákveðnum stjórnmálamönnum í Noregi, að beiðni frá Íslendingum um lán, yrði vel tekið í Noregi og það myndi tekið til afgreiðslu með opnum huga. Milliríkjasamskipti um slíkar lánabeiðnir fara ekki fram með tölvupóstum, heldur eru send formleg erindi, sem síðan eru rædd á formlegan hátt og oftar en ekki taka slíkar umræður langan tíma.
Nú er Orkuveita Reykjavíkur að bíða eftir afgreiðslu Fjárfestingabanka Evrópu á lánsumsókn OR, að upphæð 30 milljarða króna til orkuvinnslu fyrir álver Norðuráls á Reykjanesi. Þá skellir umhverfisráðherra sér fram á völlinn og lýsir því yfir, að OR sé svo illa statt fyrirtæki, að það geti ekki staðið við greiðslur af nýjum lántökum. Þessu lýsir hún yfir, þrátt fyrir að orkusölusamningur liggi fyrir um þessa viðbótarorku, sem auðvitað mun greiða lánið upp á tiltölulega skömmum tíma. Ofan á þetta lýsir fjármálajarðfræðingurinn því yfir, að hann ætli að skattleggja alla stóriðju burt úr landinu. Hvorug þessara yfirlýsinga á þessum tíma hjálpar til við atvinnuuppbyggingu í landinu, heldur þvert á móti stuðlar að því, að stöðva allt slíkt og auka þar með atvinnuleysið og dýpka kreppuna.
Engin þjóð á skilið að sitja uppi með svona ríkisstjórn, enda nýtur hún einskis stuðnings lengur.
Hærra lán ekki í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri gaman að fá að vita hvað gengur eiginlega á í höfði forsætisráðherra og það á sjálfan alþjóða geðheilbrigðisdaginn !
Einar B Bragason , 10.10.2009 kl. 11:42
Vill benda mönnum á að það var Davíð og Co sem skrifuðu undir í upphafi
Jón Rúnar Ipsen, 10.10.2009 kl. 11:54
Jón Rúnar, þú er greinilega haldinn Davíðsheilkenninu, eins og margir aðrir. Þar fyrir utan skiptir engu máli, hver skrifaði undir hvað, þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar núna, eru gjörsamlega út úr korti og gera ekkert annað en að stórskaða málstað og orðspor landsins, fyrir utan allan skaðann sem ríkisstjórnin er að vinna atvinnuuppbyggingu í landinu.
Leitaðu lækninga við Davíðsheilkenninu, eins og Einar bendir á, þá er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn í dag.
Axel Jóhann Axelsson, 10.10.2009 kl. 12:14
Leitt að sjá að þú neitar að viðurkenna það sem Jón Rúnar bendir á og ferð sjálfur út í ó-geðslega smjörklípu rökfræði á geðslega deginum.
Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:55
Þú ert líklegast sá allra ómerkilegasti felupukrari, sem á bloggið hefur komið.
Axel Jóhann Axelsson, 10.10.2009 kl. 15:01
Í fyrsta lagi þá er fyrir löngu búið að sækja formlega um lán frá Norðmönnum og svarið er komið. Við getum fengið rúmlega 90 milljarða lán með skilyrðum AGS þegar við höfum gengið frá Icesave samkomulaginu. Þetta eru sömu skilyðir og allar aðrar þjóðir, sem ætla að lána okkur setja utan Færeyginga. Síðan gerist það að einstakir þingmenn fara að spila sóló og halda því fram að lán án þeirra skilyrða, sem norst stjórnvöld hafa hingað til sagt að séu forsanda láns til Íslendinga, geti verið í boði. Það verður að hafa í huga að þetta eru skilaboð frá einstökum þingmönnum en ekki norskum stjórnvöldum.
Að sjálfsöðgu hefu forsætisráðherra Íslands samband við starfsbróður sinn í Noregi til að athuga hvort rétt sé að norsk stjórnvöld hafi skipt um skoðun. Hún fær svar um að svo sé ekki og þar með að þessir tilteknu þingmenn séu að bulla.
Í öðru lagi þá setur það engin vopn í hendurnar á samninganefndum Breta og Hollendinga þó birt sé skýrsa, sem inniheldur upplýsingar, sem þessar samninganefndir hafa vitað allan tímann. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir þeim. Þetta eru heldur ekki nýjar fréttir fyrir íslensku samningamönnunum né þeim íslensku þingmönnum, sem unnið hafa að málinu. Sumir þeirra hafa hins vegar kosið að slá ryki í augu almennings til að slá sig til riddara í skjóli þess að þessar staðreyndir væru almenningi ekki ljósar. Væntanlea hafa þeir ætlað að gefa eftir á seinustu metrunum að eigin sögn "til að halda friðin svo hægt sé að vinna þjóðina upp úr vandamálum sínum" og geta síðan haldið því fram að þarna væru um að ræða skuldir, sem stjórnvöld hefðu komið yfir á þjóðina án þess að þurfa að gera það.
Að sjálfsögðu var eina lausnin að byrta þessar upplýsingar þannig að almenningi væri þetta líka ljóst. Annars hefðu þessir lýðskrumarar komist upp með að slá ryki í augu almennings.
Í þriðja lagi þá vita þeir aðilar, sem OR leitar lána hjá allt um fjárhagsstöðu fyrirtækisins og getu þess til að greiða af lánum sínum. Orð umhverfisráðherra breyta þar engu um. Það eina, sem Svandís var að segja var að það væru önnur ljón í veginum, sem kæmu í veg fyrir að hægt væri að fara starax af stað með álver í Helguvík þannig að vönduð og nútímaleg vinnubrögð varðandi umhverismat myndu ekki tefja framkvæmdir. Þarna var hún aðeins að svara þeim, sem hafa borið þá lygi upp á hana að hún sé að setja stein í götur þessara verkefnis.
Sigurður M Grétarsson, 10.10.2009 kl. 18:42
hvaða ósannindi fer ég með ?? staðreyndin er sú að undir þennan samning var fyrir löngu búið að skrifa undir og fer ekki að ráðum þínum þar sem ég get ekki séð að ég sé að ljúga neinu Davíð Skrifaði undir þar af leiðandi ber hann hluta ábyrgðar er hann kannski stikkfrí hjá þér
Jón Rúnar Ipsen, 11.10.2009 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.