Ólíkt hafast Bretar að í sínu eigin landi

Mikil áróðursherferð er nú rekin fyrir málstað Breta og gegn Íslendingum vegna bankahrunsins, á Íslandi er harðasti áróðurinn rekinn úr íslenska stjórnarráðinu, svo ótrúlegt sem það er, en í Bretlandi eru aðallega notuð blöðin Financial Times og Guardian.

Nýjasta áróðursgreinin er í Guardian, þar sem spilað er upp á samúð fólks með þeim sem vegna gróðavonar lögðu allt undir og lögðu sparifé sitt inn á  Kaupthing Edge reikninga hjá Kaupthing Singer & Friedlander bankanum í Englandi.

Þetta var alls ekki útibú frá íslenskum banka, heldur gamall og gróinn breskur banki, sem  að öllu leyti laut breskum lögum og breska fjármálaeftirlitinu.  Bretar yfirtóku bankann með beitingu hryðjuverkalaga og átti sú aðgerð stóran þátt í falli Kaupþings á Íslandi.  Þess vegna er allt uppgjör bankans á ábyrgð Breta og kemur Íslendingum ekki við á nokkurn annan hátt, en þann, að Bretar yrðu vafalaust dæmdir skaðabótaskyldir vegna þess tjóns sem þeir ollu, ef látið yrði á það reyna fyrir dómi.

Bretar, ásamt Hollendingum, ESB og AGS, heyja nú efnahagslega styrjöld gegn Íslendingum vegna Icesave reikninga Landsbankans og ætla sér að hneppa íslensku þjóðina í áratuga þrældóm til greiðslu þeirrar skuldar Landsbankans.

Hvers vegna í ósköpunum lætur ekki breska stjórnin reikninginn vegna Kaupthing Edge innistæðnanna falla á breska skattgreiðendur?


mbl.is Töpuðu öllu hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já en því miður gleymist alltaf þáttaka Brown forsætisráðherra þessa kúgunarkrúnu með Terrorist Act það fer því miður lítið fyrir því í breskum fjölmiðlum að þeir settu þessi lög á alla Íslendinga! Nú er farið að halla undir fæti aftur fyrir Brown og hann og hans Mi5 og eða 6 og allir hans undirsátar eru alltaf að reyna að finna eitthvað upp til að halda sínu sæti hvort sem að er á þingi og eða kjördæmi! En Brown og Darling skitu á sig og þess vegna á ekkert að vera að semja við þá því þetta er þeirra Fjármálaetirlits mistök ekki okkar, Brown er bara að koma þeirra mistökum á okkur fyrir þeirra vanrækslu þannig að ég myndi bara segja burtu með Icesave bæði í fyrrverandi þrælaríkinu englandi og líka í fyrrverandi þrælaríkinu hollandi. Látum þessi tvö ríki greiða úr sínum Fjármálaeftirlitsmistökum þeim sem að eru hérna á Íslandi með Fjármálaeftirlitið gamla!

Örninn

Örn Ingólfsson, 10.10.2009 kl. 03:11

2 identicon

Bara að bláa höndin hefði ekki verið að vesenast með að bjarga sínum gæðingum þegar þetta byrjaði með glitni.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband