9.10.2009 | 08:32
Gagnlegir fundir um gagnsemi funda
Nú er komið í ljós, að allir fundirnir tuttugu, sem Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, átti með hinum og þessum í Istanbul, voru afar gagnlegir og varð niðurstaða þeirra allra, að áfram skyldi halda gagnlega fundi um hin ýmsu gagnlegu mál, sem að gagni mættu koma og vörðuðu gagnlega vináttu íslensku þjóðarinnar við þrælahöfðingja ESB landanna og handrukkara þeirra, AGS.
Um þetta hefur verið bloggað áður hérna og nú hefur Indriði H., þrælasölumaður, staðfest að niðurstaða funda þeirra Steingríms J., hafi enginn verið, annar en að gagnlegar umræður þyrftu að halda áfram um Icesave og fleiri gagnlega mál.
Þeir félagar, Steingrímur J. og Indriði H. hafa mánuðum saman reynt að sannfæra íslensku þjóðina um að Icesave samningurinn væri afar hagstæður fyrir Íslendinga og besti samningur, sem hægt væri að hugsa sér, því þrældómurinn samkvæmt samningnum ætti ekki að vara nema í fimmtán ár. Hvernig akkúrat þessir sömu menn áttu síðan að sannfæra fundarmenn hinna tuttugu funda, um að Icesave samningurinn væri alveg ómögulegur og að Íslendingar vildu ekki undirgangast þrældóminn, er hulin ráðgáta, en sjálfsagt telur ríkisstjórnin þessa menn vera gagnlega sendiboða.
Samkvæmt viðtali við Indriða H., varð niðurstaðan enda ekki mikil, eða eins og þar segir: "Helst er á Indriða að skilja að árangur ferðarinnar liggi í því að viðmælendur ráðherrans þar úti hafi öðlast betri skilning á afstöðu Íslendinga og þróun efnahagsmálanna hér á landi og mikilvægi þess að áætlun AGS haldi áfram."
Hefði ekki verið gagnlegt, að koma þessum sjónarmiðum að við sjálfa samningagerðina?
Icesave-mál hafa ekki haggast neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.