7.10.2009 | 16:56
Gott frumkvæði Framsóknarmanna
Ekki er annað hægt, en að hæla Framsóknarmönnum fyrir frumkvæði þeirra við að verja málstað Íslands á erlendri grundu, og að sama skapi er það stórundarlegt, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa sýnt nokkurt einasta framtak í varnarbaráttunni gegn Bretum og Hollendingum. Þvert á móti hefur hún barist um á hæl og hnakka fyrir málstað þrælapískaranna og reynt að sannfæra þjóðina um, að hún væri í ábyrgð fyrir einhverjum skuldum Landsbankans erlendis.
Loksins núna fyrir nokkrum dögum er Jóhanna, meintur forsætisráðherra, að fikra sig til baka í málflutiningi sínum fyrir herraþjóðirnar og farin að tala um að það sé ósanngjarnt af sér og félögum, að pína Íslendinga til þess að borg þetta, en hún sé bara svo aum í bakinu, undan svipuhöggunum, að hún sé búin að gefast upp fyrir ofbeldinu.
Þegar stjórnin springur, getur hún alltaf haldið því fram, að hún hafi alltaf verið sammála þjóðinni í málinu, en orðið að fórna sér og þurft að úthella blóði sínu í nafni þjóðarinnar. Það er nokkuð hart að stjórnarandstaðan skuli hafa tekið forystuna í Icesave og fjármálum þjóðarinnar, eingöngu vegna þess, að hún getur ekki lengur horft upp á algert getuleysi ríkisstjórnarinnar í öllum málum.
Miklu eðlilegra væri, að stjórnarandstaðan skipti um sæti við núverandi stjórnarflokka.
Spurning er, hvort tími Jóhönnu kom nokkurn tíma.
Hann er þá að minnsta kosti löngu liðinn.
Mikill velvilji í garð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála Axel þetta er gott frumkvæði, það er sama hvaðan gott kemur.
Furða mig á máttleysi núverandi ríkisstjórnar í að kynna málstað hins almenna borgara á Íslandi. Stjórnvöld og útrásarvíkingar hafa hins vegar hæpinn málstað í besta falli.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.10.2009 kl. 17:04
Jenný, maður verður að hrósa Framsóknarmönnunum, þá sjaldan að maður er ánægður með það, sem þeir eru að gera.
Ríkisstjórnin er og hefur verið í andarslitrunum, alveg frá fyrsta degi. Það er orðið átanlegt, að horfa upp á þetta langdregna dauðastríð.
Axel Jóhann Axelsson, 7.10.2009 kl. 17:16
ég fór útá pöbb í Þýskalandi í gær, og þar voru allir gestirnir mjög velviljaðir í garð Íslands. Fæ ég líka hrós frá ykkur?
áhugasamur (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 17:18
Keep on the good work, áhugasamur. Eða þurfturðu kannski að gefa einn á línuna til að þýskarinn léti velvilja sinn í ljós?
Hrós dagsins. (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 17:53
Takk Hrós dagsins fyrir hrós dagsins, Þýskarinn lánaði mér fyrir línunni :-)
Ég var með sama "umboð" og Sigmundur. Ég hitti flokks... eh... starfsfélaga mína, eins og Sigmundur. Ég kom til baka með þá vissu að þeir væru velviljaðir Íslandi í garð. Og nú vil ég að allir viti það, eins og Sigmundur vill að allir viti að hann hafi hitt flokksfélaga sína í Noregi. Ég vil bjarga Íslandi, Sigmundur líka. Lets party!!!
áhugasamur (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:13
Það er alltaf svona hjá okkur Íslendingum, loksins að einhver rífur sig upp af raskfatinu og reynir að gera einkvað,
koma áhugasamir og reina að rífa það niður hafi þeir skömm fyrir, ef satt reynist að hann fái lánið hjá norðmönnum skal ég kjósa hann í fyrsta skipti á ævinni,
sigurður helgason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:16
Framsókn hefur staðið sig vel, ekki bara í málflutningi um vandamálin, heldur hafa þeir nú tekið frumkvæði sem gæti leyst úr flestum vandræðum. Ef samskipti Framsóknarmanna við Norveg leiða til stórs láns sem losar okkur undan hand-rukkurum Evrópusambandsins, þá verður getuleysi Icesave-stjórnarinnar þeim mun augljósara.
Ég hef áður bent á, að engu er líkara en viðbrögð Skandinavanna hafi verið pöntuð af Icesave-stjórninni. Þessi viðbrögð hafa ekki verið í samræmi við vilja þjóðþinganna, svo ekki sé minnst á Norrænu þjóðirnar. Það eru ríkisstjórnir landanna, sem hafa sýnt okkur puttann. Það eru ríkisstjórnirnar sem hafa átt samskipti við Icesave-stjórnina.
Ég get ekki annað séð, en hreyfing Evrópskra Sossa standi að baki svikum Jóhönnu og hennar liðs. Hver sviðssetningin á fætur annari hafa séð dagsins ljós, ótæpilega kryddaðar lygum. Það er stórveldi Sossanna sem er í uppbyggingu í Evrópu. Þeir hafa lengi unnið að þessu máli og tekist að blekkja marga.
Við ættum að leggja dæmið þannig fyrir Norðmenn, að ef þeir veita okkur feita lánalínu, þá drögum við umsóknina um ESB-aðild til baka. Norðmönnum er örugglega akkur í, að við verðum áfram með þeim í samningum við ESB. Auðvitað ættum við ekki að stíga nein skref í samskiptum við ESB, nema í nánu samstarfi við Norðmenn.
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.10.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.