Ögmundur stillti ríkisstjórninni upp við vegg

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, hafi stillt sér upp við vegg, vegna andstöðu hans við fyrirhugaðar breytingar á fyrirvörum Alþingis vegna samningsins um Icesave skuldir einkabanka. 

Þetta er auðvitað rétt, en vopnið snerist í höndum Jóhönnu, því með því að bakka ekki frá skoðunum sínum og segja sig heldur úr ríkisstjórninni, stillti Ögmundur ríkisstjórninni upp við vegg og hefur nú líf hennar í höndum sér, ásamt fylgismönnum sínum innan Vinstri grænna.

Ögmundararmur VG er farinn að brýna kutana, eins og sést á harði afstöðu Guðfríðar Lilju, vegna afsagnar Ögmundar og yfirlýsingu þeirra og fleiri vinstri grænna um, að Alþingi eigi og muni hafa síðasta orðið um allar breytingar á fyrirvörunum.

Greiði þessir þingmenn VG atkvæði á móti boðuðum breytingum á fyrirvörum Alþingis, mun ríkisstjórnin verða að segja af sér og um leið myndu vinstri grænir væntanlega klofna í tvo flokka, flokk Ögmundar og flokk Steingríms J. og óvíst hvor flokkurinn yrði stærri.

Því miður hefur ósamkomulag stjórnarflokkanna í nánast öllum málum orðið til þess að árið sem er að líða hefur ekki gagnast neitt í baráttunni við kreppuna, heldur þvert á móti orðið til þess að hún verður lengri og dýpri, en hún hefði þurft að verða.

Til hagsbóta fyrir þjóðina, má fara að vonast eftir því, að ríkisstjórnin fari frá á næstu vikum.


mbl.is Ögmundur: Var stillt upp við vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfó á að taka sér frí.

Ögmundararmurinn, frammarar og sja.stfl. eiga svo að mynda stjorn þvi milli þeirra er samhljomur.

Geiri (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:37

2 identicon

Sammála Geira.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband