2.10.2009 | 16:50
Gleðitíðindi með fyrirvara um Álfheiði
Loksins koma jákvæðar fréttir um væntanlegar framkvæmdir, sem gætu skapað allt að 400 störf í byggingariðnaði, en hann hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Þetta eru störf við byggingu einkasjúkrahússins og hótelsins, sem PrimaCare hyggst reisa í Mosfellsbæ.
Ríkisstjórnin hefur reynt að drepa niður allar tilraunir til að koma verklegum framkvæmdum í gang, t.d. einkarekinni heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ, framkvæmdum við orkuöflun og byggingu álvers í Helguvík, orkuöflun og byggingu stóriðju á Bakka við Húsavík, minnkað fiskveiðikvóta o.fl.
Í stað þess að koma í gang mörgum smáum verkum á vegum ríkisins, t.d. fasteignaviðhaldi, eru allar framkvæmdir slegnar út af borðinu, en talað um að fara í stórframkvæmdir, sem ekki verða tilbúnar fyrr en eftir eitt til tvö ár. Stjórnin virðist helst af öllu dýpka kreppuna sem mest og lengja hana eins og nokkur kostur er, ekki síst með boðuðu fjárlagafrumvarpi, þar sem á að skattleggja allt í drep.
Fréttin um framkvæmdirnar við einkasjúkrahúsið í Mosfellsbæ er mikil gleðifrétt, en þó með fyrirvara um Álfheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra og byltingarforingja.
Um 300 til 400 ný störf hjá Ístaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er ánægjulegt, á LSH hugnast mönnum þetta enda álagið þar að verða óbærilegt.
Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 16:59
Já... núverandi ríkisstjórn er búin að liggja með báða fætur á bremsunni frá því hún tók við. Það kæmi mér meira segja lítið á óvart ef að Svandís Svavars reyndi einhvernvegin að stöðva þessar framkvæmdir í Mosó út frá umhverfissjónarmiðum. Núna eru bara alls ekki tímar til að hugsa þannig eða um kynjahlutföll í ríkisstjórn (ef út í það er farið).
Síðan ætlar ríkisttjórnin líka að ráðast á einu von Íslendinga, sjávarútveginn með því að inkalla aflaheimildir. Sorglegt.
Óskar (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 17:15
Ég hygg að það sé rétt sem hér kemur fram, að Icesave-stjórnin hefur verið að vinna gegn því að við komumst úr kreppunni. Það er erfitt að skilja hvað býr að baki, en verkin tala þessu til staðfestingar.
Eins og virðist vera að ske í Mosfellsbæ, verða menn bara að berjast gegn ríkisstjórninni á þessu sviði, eins og flestum öðrum. Við verðum bara að gefa Svika-Móra og Jóhönnu langt nef og halda áfram uppbyggingu samfélagsins. Vonandi verður ekki langt til nærstu kosningar, svo að óværunni verði sópað burt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 2.10.2009 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.