2.10.2009 | 14:12
Nú kemur Álfheiður til skjalanna
Viljayfirlýsing um byggingu einkasjúkrahúss PrimaCare í Mosfellsbæ verður undirrituð síðar í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að taka á móti fyrstu sjúklingunum árið 2011 eða 2012. Einnig er fyrirhugað að byggja hótel, til að hýsa aðstandendur sjúklinganna, sem sækja munu í hnjá- og mjaðmaliðaaðgerðir.
Reiknað er með að þessi starfsemi muni skapa upp undir 1.000 framtíðarstörf, auk þess sem byggingaframkvæmdirnar muni skapa fjölda starfa á næstu tveim árum. Að þessum áætlunum standa traustir íslenskir og erlendir aðilar og mun þetta framtak verða mikil lyftistöng fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu, á sama tíma og verið er að draga saman í opinbera heilbrigðisgeiranum.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði allt sem hann gat til þess að flækjast fyrir svipuðum áformum á Suðurnesjum, en vonandi verða framkvæmdaaðilar þar þrautseigari en svo, að þeir láti tréhestana í ríkisstjórn eyðileggja áformin.
Nú er rauðasti kommúnisti, sem hugsast getur, komin í heilbrigðisráðuneytið og hafi Ögmundur verið tregur í taumi, mun Álfheiður Ingadóttir verða algerlega þversum. Nú fyrst munu þeir sem huga á einkaframtak í heilbrigðisgeiranum fá verulega mótspyrnu úr ráðuneytinu.
Það er í takt við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu og aðrar gerðir hennar til að dýpka og framlengja kreppuna.
Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu?
Það er ekkert mál að byggja eitthvað upp þegar það er nýbúið að rífa eitthvað annað niður og monnta sig síðan að hafa komið með eitthvað sem allir þurftu.
Það á væntanlega að fara að reka helling af fólki frá landspítalanum. Þannig að jú, atvinnuuppbygging er jú réttnefni yfir einkasjúkrahús sem tekur þá í vinnu sem ríkið vildi ekki.
Ég held að menn ættu nú samt að gera þá lágmarkskröfu að hlutirnir meiki sens áður en fólk gefur því jákvæðisstimpill (og alla þá sem gagnrýna afturhaldssinnastimpill). Ég meina, það á að byggja sjúkrahús, frá grunni, fyrir fólk frá útlöndum sem á helling af pening.
Í fyrsta lagi: Er ekki haghvæmast að lágmarka ferðalög einstaklinga? Og væri þá ekki nær að hafa þessa sérþjónustu nær þeim sem leita eftir henni. Ef að fólki langar svo að koma til íslands, ætti það að koma hingað til að ferðast og skoða, en ekki til að láta skipta um mjaðmagrind í sér.
Í öðru lagi: Hvers vegna að víkka markað þar sem framboðið er nóg? Afkverju að einblína á hástéttarfólk sem nú þegar hefur agang að mikilli heilbrigðisþjónustu á meðan framboð svarar enganvegin eftirspurn fyrir lágstéttarfólk í gjörvallri Ameríku sunnan Texas?
Og í þriðja lagi: Afhverju þarf alltaf að byggja allt nýtt, allt betra og allt stærra þegar það er hægt að nota miklu minni orku, tíma og peninga í að styrkja það sem fyrir er?
En ég meina, hlutirnir þurfa ekki að meika sens þegar það eru notuð svona fín orð eins og: einkaframtak, frumkvöðlastarfsemi, gjaldeyristekjur, hagvöxtur, atvinnuuppbygging og erlend fjárfesting. Því þetta eru jú bara einhverjir útlenskir vitleysingar sem við getum grætt á, en engan vegin tapað á. Ætli síðnýlenduherrarnir í Suður-Afríku og á Filipseyjum hafi notað svona fín orð þegar þeir komu með sínar viðskiptahugmyndir þar í bæ?
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:31
Það væri ekki verið að fara í þessar framkvæmdir, ef ekki væri einmitt biðlisti eftir þessari þjónustu erlendis. Þú spyrð hvort ekki væri nær að fá þetta fólk í ferðalög hingað, eftir að búið væri að skipta um mjaðmagrind í því, en er ekki einmitt miklu betra að fá það hingað í aðgerðirnar og fá af því tekjur, ásamt tekjunum af ferðalögunum.
Ekki er þetta eingöngu hugsað fyrir forríkt hástéttarfólk, því væntanlegir viðskiptavinir verða tryggingakerfin í nálægum löndum, sem myndu senda hingað sjúklinga, sem væru búnir að vera lengi á biðlistum heimafyrir.
Að öðru leyti er ekki ástæða til að kýtast við þig um þetta, athugasemd þín ber þess öll merki, að þú sért á sama hugmyndaplani og Álheiður, og það hefur sannast í gegnum tíðina, að ekki duga nokkrar einustu rökfærslur gegn svo ofstopafullum kommúnistahugmyndum.
Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2009 kl. 14:45
Alltaf er spurning hvort þetta fyrirkomulag verði gert á kostnað okkar eigin heilbreigðisþjónustu. Ef svo væri, þá væri illa farið og þá eru áhyggjur margra vinstri manna skiljanlegt.
Ef þetta verður án þess að ríkið komi að máli og að þetta fyrirtæki muni kosta að öllu leyti þessa starfsemi, þá er það hið besta mál.
Einnig má geta þess að skatttekjur af þessari starfsemi gætu orðið einhverjar, t.d. tekjuskattur og útsvar starfsmanna. Einnig svonefnd afleidd störf sem ábyggilega verða einhver.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2009 kl. 18:17
Svona spítala er besta að reka þar sem er fámenni, hreint loft og vatn. Lág sýkingarhætta er einn mikilvægasti sölupunktur í svona dæmi ásamt hæfum læknum. Þar skorum við vel. Vandamálið fyrir Álfheiði er að það er einmitt besta og reyndasta fólkið sem einkaðilar vilja ráða ekki endilega fólkið sem Landspítalinn segir upp.
Það lengist aldeilis í bæklunaraðgerðir hér þegar allir bestu skurðlæknar hafa verið ráðnir á einkaspítala ásamt skurðhjúkrunarfræðingum. Hver á að skera upp Íslendinga? Nýlæknar í þjálfun?
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 19:08
Þetta snýst ekki umstaðsetningu, heldur snýst þetta um kynætti. Ríkafólkið vill bara láta hvítt fólk sinna því. Þannig að, bara hvítt fólk fær vinnu þarna.
Rabbi (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 20:58
Hér endurspeglast viðhorf vinstri-vitleysingja í svörum Rúnars og Andra. Þetta lið hættir ekki fyrr en allt frumkvæði og athafnasemi hefur verið kæfð. Vitið hjá þessu fólki er ekki meira en svo að það fattar ekki að þegar þeim áfanga hefur verið náð, þá hverfur "noræna velferðarkerfið" þeirra eins og dögg fyrir sólu. Við getum ekki öll verið á framfæri ríkisins, einhverjir þurfa að fjármagna draslið.
bjarni (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 00:45
Bjarni,
Þú hefur ekki lesið bloggið mitt vel. Ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að koma á prívatspítölum hér á landi og gefa sjúklingum val. Hins vegar verður að gera það á skynsamlegan hátt og til að þetta virki verður að breyta almenna sjúkrakerfinu á sama tíma. Við verðum að hafa vaðið fyrir neðan okkur og skoða þetta frá öllum vinklum áður en við ráðumst í verkið. Þetta hefur alltaf vantað á Íslandi. Þeir sem fara fram á faglega úttekt og vönduð vinnubrögð eru alltaf afgreiddir með upphrópunum og slagorðum. Er ekki kominn tími til að staldra við og breyta um vinnubrögð. Eða eigum við að afgreiða heilbrigðiskerfið okkar eins og Icesave?
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.10.2009 kl. 00:55
Andri,
Hvaða ríkisvald er það sem getur rekið öflugt velferðarkerfi og heilbrigðiskerfi? Það sem hefur að bakhjarli öflugt og skapandi atvinnulíf, eða það sem byggir á stöðugum ríkisafskiptum sem miða að því að ekkert megi gera sem mögulega getur orðið til að einhver geti fengið þjónustu sem annar hefur ekki efni á?
bjarni (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 10:23
Ég hata stéttaskiptingu sem gerir út á það að sumir geta meira því þeir eiga meiri veraldlegan auð. Ég vill ekki sjá neitt í samfélaginu mínu sem gerir út á slíka stéttaskiptingu, né vill ég sjálfur græða á því með nokkru móti. Þeir einu sem eiga skilið meiri þjónustu en hinn venjulegi vinnandi maður eru þeir sem þurfa hana (þ.e. fatlaðir, öryrkjar, eldri borgarar o.s.frv.) en ekki þeir sem vilja hana (þ.e. snobbaðir fjársterkir einstaklingar).
Frumkvæði og athafnasemi eru ekki góð sjálf síns vegna. Hver sem er getur verið frumkvöðull og athafnamaður. Hvers kyns hryðjuverk eru t.d. frumkvöðlastarfsemi og athafnasemi. Þannig þar það ekki að vera slæmt þegar neikvæð frumkvöðlastarfsemi er kæfð.
Ég vill kæfa þá frumkvöðlastarfsemi sem þetta einkasjúkrahús er, ekki út af því að ég er vinnstri maður (enda er ég það ekki), né að ég vilji bara sjá ríkisrekna starfsemi (sem ég vill heldur ekki). Heldur vill ég kæfa þessa starfsemi vegna þess að hún gerir út á eina af ógeðslegustu birtingamyndum vestræns samfélags, þ.e. stéttaskiptingu.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.