Jóhanna klúðrar með hortugheitunum

Nú þegar er það komið fram, sem spáð var í morgun, að Jóhanna, leyniforsætisráðherra, er búin að klúðra ríkisstjórnarsamstarfinu, með frekju sinni og hortugheitum.  Hafi hún haldið að hún gæti svínbeigt Ögmund Jónasson til undirgefni við sig í Icesave málinu, er hún dómgreindarlausari stjórnmálamaður, en nokkur gat ímyndað sér, jafnvel þó álitið á henni hafi ekki verið mikið fyrir.

Ögmundur sagi af sér ráðherraembætti vegna þess að hann vildi ekki hlíta neinum afarkostum Breta og Hollendinga og treysti sér ekki til að standa að neinum breytingum við Icesavefyrirvarana sem ráðherra og mun auðvitað ekki styðja fyrirhugaðar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar sem óbreyttur þingmaður.

Það var aðeins orðið spurning um daga, en ekki vikur, hvenær ríkisstjórnin hefði sprungið, því ekki er samstaða milli eða innan ríkisstjórnarflokkanna um nokkurt einasta mál, sem sem einhverja vikt hefur og því er auðveldast fyrir Jóhönnu að sprengja á Icesavemálinu, frekar en að láta koma endanlega í ljós, að ríkisstjórnin geti ekki komið saman fjárlögum fyrir árið 2010.

Nú verður að taka við stjórninni fólk, sem treystir sér og getur ráðið við vandann.

Líklega verður það Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Ögmundararmur VG.

 


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðum nú staðreyndir málsins:

1. Ögmundur hefur aldrei verið sáttur við Icesave-leiðina

2. Ögmundur er formlega formaður BSRB en á morgun verður kynntar harkalegar leiðir til niðurskurðar í heilbrigðis- og ríkiskerfinu. Þar mun formaður BSRB skamma heilbrigðisráðherra.

Ögmundur gerði það sem því miður gerist stundum. Hann henti sér um borð í brimskaflinn. Hafði ekki þor að sigla með.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:27

2 identicon

Ætla að biðja þig um að gera ekki lítið úr greind fólks með að nefna Sjálfstæðisflokkin á nafn í þessu samhengi! Flokkurinn sem ber mestu pólitísku ábyrgð á stöðunni sem er í dag og á enn eftir að hræra í ógeðinu sem þetta fólk kom þjóðinni í eftir 18 ára forsæti og utanumhald! Þessi vandmál verða ekki leyst á pólitískum forsendum og allra síst á forsendum Sjálfstæðismanna sem við getum hreinlega kennt mest um hvernig staðan er!

hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, Ögmundur og fylgismenn hans innan VG munu aldrei samþykkja þær undirlægjubreytingar sem Samfylkingin vill gera á fyrirvörunum við Icesave þrælasamninginn.

Þá hefur ríkisstjórnin ekki lengur meirihluta á Alþingi og er þar með fallin.

Ég var reyndar búinn að spá því strax í vor, að stjórnin myndi ekki geta komið saman fjárlögum fyrir árið 2010 vegna ósamkomulags um niðurskurð ríkisútgjalda.

Í ljós á eftir að koma, hver hin raunverulega ástæða stjórnarslitanna verður.

Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hlynur, það dettur engum í hug, nema ofstækisfullum íslenskum vinstri mönnum, að kenna stjórnmálamönnum, hvað þá einstökum stjórnmálaflokkum, um hrunið.  Það er hvergi gert í heiminum, nema á Íslandi, t.d. dettur engum manni í Þýskalandi í hug, að kenna Angelu Merkel, eða ríkisstjórnarflokkunum þar í landi, um hrunið í Þýskalandi.  Enda unnu flokkar Merkel og hægri manna stórsigur í þingkosningunum um helgina, en kratarnir stórtöpuðu.  Samt var þeim ekkert sérstaklega kennt um hrunið, þó þeir væru í ríkisstjórn.

Þjóðverjar vita bara, að betra er að hafa hægri menn við völd á erfiðleikatímum, heldur en vinstri menn.

Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2009 kl. 13:40

5 identicon

Þetta tal um vinstri og hægri er bara hálfkjánalegt,vinnum saman og myndum öfluga þjóðstjórn.

Númi (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband